Dagbók

Laugardagur 10. febrúar 2017

Kl 10:48 kom tilkynning um ísbrot eða mola frá ítalska rannsóknarskipinu ITS-ALLIANCE/IALL.  Upplýsingarnar áframsendar til Veðurstofu Íslands.  Staðurinn á jakahrönglinu er utan við íslensku lögsöguna.

Kl. 12:00 barst flugplan fyrir TF-SYN, gæsla vestur með landinu. Í loftið 12:37. Lending Rif Kl.13:46 Kl. 13:52. Guðmundur stýrimaður af TF-SYN hringur og lætur vita um rekald á stað : 64 59,25N - 023 22,18V klukkan 1335. Talað við bakvakt SL um að fá björgunarbátinn í Grundarfirði  til að sækja þetta.  Í loftið frá Rifi kl 14:43 Kl. Afturkallað þetta er Vesturboðabaujan og á að vera þarna. Kl. 17:29 lentir við skýli.

Kl 21:07 Móttekið skeyti frá Tý/TFGA. Reka 39 sml A af Langanesi, Halda vestur um allt að Axarfirði. Kl 0925 farið í Control um borð í Trönderbas LJVR. Sverrir hefur haldið áfram með að koma áhöfninni af stað í líkamsrækt í dag og hefur það gengið vel og haft góðar undirtektir.

Föstudagur 2. febrúar 2018

Kl. 09:04 Starfsmaður Hafnarfjarðarhafnar tilkynnir að slökkt sé á innsiglingavitanum. Er á norðurkantinum við Herjólfsgötu. Honum gefinn upp sími hjá Vegagerðinni. Ætlar að kanna málið þar. Kl.13:12 Hringt í Vegagerðina, hún telur að þetta hafi verið lagað í morgun. Degir að vitinn sé að sýna réttan geisla en það vantar "vagg" á ljósið ætlar að skoða þetta betur. Hringir skömmu síðar og segir að þeir ætli að slökkva á vitanum og það þarf að tilkynna þetta. Sent út á Navtex og kallað út.

Kl. 09:48 Móttekið flugplan TF-SYN Gæsla : Skýli - Garðskagi- Reykjanes-Bakki-Skýli. Áhöfn 4 , flugþol 3klst 22mín. Kl. 10:04 Í loftið frá BIRK.  Kl. 11:50 Lent BIRK.

 

Kl.10:25 Móttekið frá ANR : Reglugerð um  botnfiskveiðar færeyskra skipa í íslenskri fiskveiðilandhelgi. Tilvísun í mál: ANR18020024.

Kl.14:14 Æfing æfing æfing  : Flugturninn Reykjavík kallar á Tetra : Boðar Neyðarstig Grænn . King vél fer út af braut 19, brotið hjólastell, 4 manns um borð , 3200 pund eldsneyti. Æfing æfing æfing. 

Kl.14:15 ALA upplýstur. Kl.14:17 Flugturn Reykjavík kallar út á Tetra Afboðun á æfingu.