Nýtt efni

Flogið til Beirút

Nú fyrir skemmstu fóru tveir starfsmenn sprengjudeildar Landhelgisgæslunnar, þeir Jónas Þorvaldsson og Adrian J. King á vegum íslensku friðargæslunnar til starfa við sprengjueyðingu í suðurhluta Líbanon. Þeir voru fluttir ásamt búnaði til Beirút með fluvél Landhelgisgæslunnar TF SYN. Verkefnið mun standa í 3 mánuði og mun Martin Eyjólfsson sprengjusérfræðingur fara utan síðar, þeim til liðveislu. Með í för er Kristján Sigfússon bráðaliði frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.

Lesa meira

  • Fiskidagar4

Fiskidagar í Dalvík

Sveinbjörg Guðmarsdóttir tók þessar skemmtilegu myndir af komu Ægis á Fiskidaga á Dalvík, nú fyrir skemmstu. Við þetta tækifæri var Kristján Þ. Jónssyni skipherra gefin, f.h. Landhelgisgæslunnar mynd af Ægi sem máluð var af Karenu Dögg Geirsdóttur, sem siglt hafði með varskipinu sem nemandi nú í sumar.
Lesa meiraÞetta vefsvæði byggir á Eplica