Fréttasafn

Stefna okkar er að halda almenningi, stjórnvöldum og starfsfólki vel upplýstu um starfsemina og stuðla þannig að jákvæðri og sterkri ímynd Landhelgisgæslunnar í þjóðfélaginu.


Fréttayfirlit


Færeyskur línubátur staðinn að meintum ólöglegum veiðum - 31.3.2012

_MG_0566

Landhelgisgæslan stóð í dag færeyskan línubát  að meintum ólöglegum veiðum inni í reglugerðarhólfi suðaustur af landinu.  Skipinu hefur verið vísað til hafnar þar sem lögregla mun taka skýrslu af skipstjóra.

Loftrýmisgæslu lokið - 30.3.2012

F-4F_BaldurSveins-(1)

Loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins sem framkvæmd var af flugsveit þýska flughersins við Ísland er nú formlega lokið en hún hófst þann 10. mars síðastliðinn. Fjórar 4 F orrustuþotur sem notaðar voru til gæslunnar flugu af landi brott í gær og í dag yfirgáfu landið um hundrað liðsmenn þýska flughersins sem unnu að verkefninu.

Árangursríkt eftirlit Ægis - 30.3.2012

AegirEftirlitIMG_1038-(1)

Varðskipið Ægir hefur að undanförnu verið við eftirlit- og löggæslu á vestur- og norðurmiðum þar sem varðskipsmenn hafa farið til eftirlits um borð í 21 skip og báta á svæðinu. Í kjölfar skyndiskoðana hafa verið gefnar út 2 kærur vegna meintra ólöglegra veiða og 8 áminningar til skipstjóra, einnig hafa verið gefnar út 3 skyndilokanir í samráði við Hafrannsóknarstofnun.

Flugvél frá NASA með aðsetur innan svæðis LHG á Keflavíkurflugvelli  - 29.3.2012

NASA-ER-2-Picture-5

Rannsóknarflugvél NASA Earth Resources (ER-2) verður næstu vikur hýst í flugskýli Landhelgisgæslunnar á Keflavíkurflugvelli.  Flugvélin mun sinna rannsóknum í mikilli lofthæð yfir Grænlandi.

Fallbyssuskot fannst í heimahúsi - 27.3.2012

IMG_0001

Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar barst nýverið aðstoðarbeiðni frá lögreglunni vegna skothylkis sem þeim höfðu fengið í vörslu sína úr dánarbúi. Kom í ljós að um var að ræða 57 mm fallbyssuskot sem sprengjusveitin sótti og fór með til eyðingar.

Hverfa þurfti frá æfingu vegna stöðurafmagns - 22.3.2012

Stodurafmagn
Óvenjumikið stöðurafmagn myndaðist nýverið þegar þyrla Landhelgisgæslunnar var við æfingar á ytri höfn Reykjavíkur í röku lofti og hundslappadrífu. Afar sjaldgæft er að svo mikið stöðurafmagn myndist en það getur þó gerst í ákveðnum veðurfarslegum skilyrðum.

Gefið út nýtt frímerki með mynd af TF-LIF við björgunarstörf - 22.3.2012

Bjorgun

Í dag kom út hjá Íslandspósti nýtt frímerki með mynd af þyrlunni TF-LIF við björgun sextán manna áhafnar fjölveiðiskipsins Baldvins Þorsteinssonar EA 10 þann 9. mars 2004. Þema Norðurlandafrímerkjanna 2012 er leitar-og björgunarþjónusta og er frímerkið gefið út af því tilefni.

Þyrla kölluð út eftir alvarlegt slys um borð í togara - 21.3.2012

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út kl. 08:32 í morgun eftir að alvarlegt slys varð um borð í togara sem staðsettur var í Ísafjarðardjúpi. TF-GNA fór í loftið kl. 08:54 og flaug beint að skipinu og sigu sigmaður og læknir um borð.

Þyrla kölluð út vegna vélsleðaslyss - 18.3.2012

GNA_BaldurSveins

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst kl. 15:38 beiðni frá Neyðarlínunni um aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar eftir að vélsleðaslys varð í Flateyjardal milli Eyjafjarðar og Skjálfandaflóa. Þyrluáhöfn var samstundis kölluð út og fór TF-GNA í loftið kl. 16:12.

Þyrla LHG og björgunarfélagið á Höfn sækja menn á Vatnajökul - 18.3.2012

Snapshot-2-(18.3.2012-16-10)

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti á laugardag tvo erlenda ferðamenn á Vatnajökul eftir að þeir settu í gang neyðarsendi sem þeir höfðu fengið lánaðan hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu. Boðin frá sendinum  bárust til Stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar kl. 21:51 og voru mennirnir komnir um borð í þyrluna kl. 01:41.

TF-SIF greinir olíu vestan við landið - 15.3.2012

Oliuslikja15032012

TF-SIF, eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar fór í eftirlitsflug í dag þar sem flogið var frá Reykjavík að Langanesi, Grímsey, N af Horni-, um Vestfirði og Faxaflóa. Í fluginu greindi eftirlitsbúnaður flugvélarinnar olíuslikju vestur af Snæfellsnesi og utan við Faxaflóa. Málið var tilkynnt til Umhverfisstofnunar og Siglingastofnunar og stendur rannsókn á uppruna olíunnar yfir.

LHG tekur þátt í nýsköpunarverkefni OK Hull - 15.3.2012

OKHullbatur7

Íslenska fyrirtækið OK Hull afhenti nýverið séraðgerða- og sprengjueyðingasviði Landhelgisgæslunnar átta metra harðbotna slöngubát sem er frumgerð (prótótýpa) og verður prófaður við ýmsar aðstæður á næstu mánuðum. OK Hull hefur unnið að þróun á nýju skrokklagi sem sótt hefur verið um einkaleyfi á. Hönnunin byggir á skrokklagi sem bæði sparar eldsneyti, heggur ölduna mun minna og hefur almennt mýkri hreyfingar en bátar sem áður hafa verið í notkun hjá Landhelgisgæslunni.

Þór afhentur í byrjun apríl - 14.3.2012

2012-02-05-Thor-c
Samkvæmt upplýsingum frá Noregi eru viðgerðir Rolls Royce framleiðanda véla varðskipsins Þórs á áætlun. Gert er ráð fyrir að skipið verða tilbúið til afhendingar að nýju eftir vélaskipti, prófanir og úttektir flokkunarfélags í byrjun apríl. 

Árlegur fundur leitar- og björgunaraðila haldinn - 12.3.2012

Skalva13jan11-163
Árlegur fundur leitar- og björgunaraðila vegna sjófarenda og loftfara var haldinn sl. föstudag í flugskýli Landhelgisgæslunnar við Nauthólsvík. Á fundinum var m.a. fjallað um helstu björgunaraðgerðir ársins 2011 og hvaða lærdóm megi af þeim draga með það að markmiði að auka enn frekar öryggi sjófarenda og loftfara.

Tvö þyrluútköll í dag - 10.3.2012

GNA2

Þyrla Landhelgisgæslunnar var í tvígang kölluð út í dag. Voru útköllin vegna neyðarsendis sem hóf sendingar í morgun og í eftirmiðdaginn barst beiðni um sjúkraflug til Vestmannaeyja þar sem sjúkraflugvél Mýflugs tókst ekki að lenda vegna þoku. 

TF-SIF í ískönnun við Vestfirði - tveir borgarísjakar við Horn - 8.3.2012

TF-SIF, eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar fór í gær í eftirlits- og æfingaflug sem m.a. var nýtt til ískönnunar við Vestfirði. Þegar svæðið undan Horni var rannsakað með eftirlitsbúnaði flugvélarinnar kom í ljós að á svæðinu eru tveir borgarísjakar

Síða 1 af 2