Fréttasafn

Stefna okkar er að halda almenningi, stjórnvöldum og starfsfólki vel upplýstu um starfsemina og stuðla þannig að jákvæðri og sterkri ímynd Landhelgisgæslunnar í þjóðfélaginu.


Fréttayfirlit


Vonskuveður og há sjávarstaða getur valdið vandræðum - 30.10.2012

TYR Braela ThorgeirBald

Veðurstofan bendir á að vonskuveður verður um norðanvert landið næstu daga. Búast má við norðanátt og snjókomu með vindhraða á bilinu 13-20 m/s. Þar sem norðanáttin er langvin má reikna með miklum áhlaðanda sjávar. Reikna má með að ölduhæð geti náð 12 metrum norður og austur af landinu.

Ár frá komu varðskipsins Þórs til Reykjavíkur - 27.10.2012

Þór kemur til Eyja

Í dag er ár liðið síðan varðskipið Þór, nýtt eftirlits- og björgunarskip Íslendinga sigldi í fyrsta skipti inn í Reykjavíkurhöfn.  Með komu Þórs var stigið nýtt skref í  öryggismálum sjómanna og vöktun íslenska hafsvæðisins, hvort sem er á sviði auðlindagæslu, fiskveiðieftirlits, löggæslu, leitar eða björgunar.  Til hamingju með daginn Íslendingar.

Viðbúnaður vegna farþegaflugvélar - 26.10.2012

_MG_0632

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst kl. 12:42 tilkynning frá flugstjórn Isavia um Airbus 332 farþegaflugvél með 338 farþega um borð sem misst hafði afl á öðrum hreyfli og óskaði eftir lendingu á Keflavíkurflugvelli, áætlaður komutími kl. 14:32. Lenti flugvélin heilu og höldnu kl. 14:38.

Varðskipið Þór opið til sýnis í Þorlákshöfn - 26.10.2012

ÞOR Arni Saeberg

Varðskipið Þór er væntanlegt  til Þorlákshafnar á morgun, laugardaginn 27. október og er áætlað að varðskipið verði þar opið til sýnis frá kl. 13:00-16:00.  Landhelgisgæslan hvetur fólk til að koma um borð og skoða hið glæsilega varðskip sem er bylting í vöktun, öryggismálum,  leit og björgun innan íslenska hafsvæðisins.

Stjórnstöðvar þjálfa viðbrögð við flugatvikum - 25.10.2012

_MG_0566

Undanfarið hafa varðstjórar stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar (JRCC Ísland), sjóbjörgunarmiðstöðvarinnar í Færeyjum (MRCC Tórshavn) og úthafsflugstjórnarmiðstöðvar ISAVIA (Reykjavík OACC) þjálfað upplýsingamiðlun, greiningu og útvinnslu gagna vegna flugatvika sem geta komið upp á ábyrgðasvæði hvers og eins.

Landhelgisgæslan tók þátt í Björgun - 23.10.2012

bjorgun-2012

Ráðstefnan Björgun fór fram á Grand Hótel um helgina. Fjöldi starfsmanna Landhelgisgæslunnar sóttu ráðstefnuna og voru tveir þeirra með fyrirlestra, þeir Henning Þ. Aðalmundarson, stýrimaður og sigmaður í þyrlu Landhelgisgæslunnar og Snorre Greil stýrimaður á varðskipinu Þór.

Þyrla LHG sótti slasaðan göngumann í Botnssúlur - 21.10.2012

TF-LIF_8625_1200

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út að beiðni fjarskiptamiðstöðvar ríkislögreglustjóra kl. 19:17 eftir að göngumaður slasaðist þegar hann féll fram af klettabelti í Botnssúlum.

Varðskipið Þór æfir viðbrögð við mengun með samstarfsaðilum - 16.10.2012

ÞOR Arni Saeberg

Í dag fór fram mengunarvarnaæfing á ytri höfn Reykjavíkur með þátttöku varðskipsins Þórs, Umhverfisstofnunar, Faxaflóahafna, Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins og Olíudreifingar. Afar mikilvægt er fyrir viðbragðsaðila á sviði mengunar í sjó að stilla saman strengi.

Starfsmenn N1 heimsóttu flugdeild LHG - 16.10.2012

N!_1

Landhelgisgæslan fékk nýverið heimsókn starfsfólks N1 sem kom til að kynna sér starf flugdeildar Landhelgisgæslunnar. Lárus Helgi Kristjánsson flugmaður og Reynir Garðar Brynjarsson  yfirspilmaður tóku á móti gestunum og sögðu frá verklagi, búnaði og getu flugdeildar Landhelgisgæslunnar. Samtals komu um sjötíu starfsmenn N1 í heimsóknina.

Varðskipið Þór fékk Björgvinsbeltið að gjöf frá SL - 16.10.2012

Bjorgbeltidafh1

Varðskipið Þór fékk í gær björgunarbúnaðinn Björgvinsbeltið að gjöf frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörgu. Guðmundur Örn Jóhannsson framkvæmdastjóri Slysavarnafélagsins Landsbjargar og Óskar Jónsson meðframleiðandi Björgvinsbeltisins afhentu Páli Geirdal skipherra og Ásgrími L. Ásgrímssyni, framkvæmdastjóra aðgerðasviðs og áhöfn varðskipsins gjöfina um borð.

Starfsmenn innanríkisráðuneytisins kynntu sér starf LHG - 15.10.2012

IRR_9w

Landhelgisgæslan fékk nýverið starfsfólk innanríkisráðuneytisins í heimsókn þar sem þau kynntu sér helstu verkefni og áskoranir Landhelgisgæslunnar.

Sprengjusérfræðingar LHG kallaðir til þegar sprengjukúlur fundust - 10.10.2012

Sprengikula75mm

Sprengjusveit Landhelgisgæslunnar var kölluð út um kl. 10:30 í morgun eftir að sprengjukúlur fundust á athafnasvæði Björgunar í Bryggjuhverfinu í morgun. Sprengjukúlurnar komu upp á land þegar sanddæluskipið Sóley losaði efni sem það dældi upp út af Viðeyjarflaki í morgun.

Leitar- björgunar- og öryggismál á hafinu rædd á fundi með NATO - 10.10.2012

MARCOM_ICG3

Vinnufundur Landhelgisgæslunnar með yfirmönnum flotastjórnar NATO (The Allied Maritime Command Headquarters, sem staðsett er í Northwood á Englandi, fer fram nú í vikunni.  Á dagskrá fundarins eru mál er varða leit og björgun á Norður-Atlantshafi sem og  önnur öryggismál á hafinu.

TF-LÍF kölluð út vegna alvarlegra veikinda - 7.10.2012

TF-LIF_8625_1200

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF LIF var kölluð út kl. 09:59 í morgun vegna alvarlegra veikinda sem áttu sér stað í Borgarfirði. Fór þyrlan í loftið kl. 10:19 og flaug til til móts við sjúkrabíl sem flutti sjúklinginn. Lent var vestan megin við Hvalfjarðargöng kl. 10:26 var sjúklingur fluttur um borð í þyrluna.

Flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli - 6.10.2012

Samhaefstod
Landhelgisgæslan tekur í dag þátt í flugslysaæfingu á Reykjavíkurflugvelli og mun fulltrúi hennar mun vera staddur í Samhæfingarstöðinni í Skógarhlíð en hún er virkjuð í æfingunni og mun aðstoða vettvang eftir þörfum.  Æfingin hefst klukkan 10:30 og lýkur um klukkan 15:00.

Landhelgisgæslan hóf leit að bát sem ekki hlustaði á fjarskipti - 5.10.2012

TF-LIF_8434_1200

Þyrlur Landhelgisgæslunnar og björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Ísafirði og Skagströnd voru kölluð út kl. 12:27 vegna báts sem hvarf úr eftirlitskerfum í morgun þegar hann var um 35 sjómílur NA af Horni.  Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir varðstjóra Landhelgisgæslunnar  náðist ekki í bátinn eða aðra báta á sama svæði.

Síða 1 af 2