Fréttasafn

Stefna okkar er að halda almenningi, stjórnvöldum og starfsfólki vel upplýstu um starfsemina og stuðla þannig að jákvæðri og sterkri ímynd Landhelgisgæslunnar í þjóðfélaginu.


Fréttayfirlit


TF-LIF flaug yfir Kolbeinsey - útvörðinn í Norðri - 29.8.2013

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LIF fór í gær í gæslu og eftirlitsflug um Norðvestur- og Norðurmið. M.a. var flogið yfir Kolbeinsey – útvörðinn í Norðri. Ekki er að sjá merki þess að í eyjunni hafi verið steyptur þyrlupallur á sínum tíma en áhöfn varðskipsins Óðins og starfsmenn Vita- og Hafnamálastofnunar byggðu þyrlupallinn árið 1989.

Haldið áfram með sameiginlegt eftirlit Gæslunnar og Fiskistofu - 27.8.2013

Leiftur2

Í sumar unnu Landhelgisgæslan og Fiskistofa eins og undanfarin ár að sameiginlegu eftirliti með veiðum skipa á Faxaflóa, Breiðafirði, Vestfjörðum, Húnaflóa og Skagafirði. Eftirlitið fór fram með harðbotna slöngubátnum Leiftri sem Landhelgisgæslan hefur í prófunum fyrir íslenska skipaframleiðandann Rafnar.

Vitaferð farin með varðskipinu Ægi - 26.8.2013

Varðskipið Ægir fór í sumar í vitaferð og voru með í för níu starfsmenn Vegagerðarinnar- siglingasviðs. Ferð sem þessi er farin árlega og felst hún í að aðstoða Vegagerðina (áður Siglingastofnun) við eftirlit með búnaði og viðhaldi á vitabyggingum með vitum landsins.

Þyrluslys við Shetlandseyjar - 25.8.2013

GNA2


Síðdegis á föstudag varð hörmulegt slys við Shetlandseyjar þegar farþegaþyrla frá CHC fórst rétt suður af eyjunum skömmu fyrir lendingu. Vélin var af gerðinni Super Puma AS332 L2. Enn hefur ekkert komið fram um orsakir slyssins. Landhelgisgæsla Íslands rekur 3 björgunarþyrlur, allar af gerðinni Super Puma AS332 L1. Þyrlur LHG eru nokkuð frábrugðnar L2 vélunum, þó í grunninn sé þetta sama tegund.

Tvö þyrluútköll TF-LÍF í dag - 22.8.2013

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-LÍF var kölluð út tvisvar sinnum í dag vegna bráðaflutnings. Sóttur var sjómaður sem brenndist um borð í fiskiskipi og þegar þyrlan var að lenda með hann við Landspítalann í Fossvogi kl. 16:46 barst annað útkall vegna ferðamanns með brjóstverk sem var staddur á Fimmvörðuhálsi.

Neyðarblysi stolið úr björgunarbáti - 22.8.2013

Thyrla_stjornklefi

Landhelgisgæslunni barst um kl. 22:00 í gærkvöldi tilkynning um neyðarblys sem sást vestur af Eiðisskeri fyrir utan Seltjarnarnes. Léttabátur frá einu varðskipa Landhelgisgæslunnar og þyrla Landhelgisgæslunnar voru send til leitar auk þess sem björgunarsveitin Ársæll var kölluð út og var leitað á  björgunarbáti þeirra, Þórði Kristjánssyni.

Borgarísjakar sáust í gæslu- og hafísflugi - 21.8.2013

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GNA fór í gær í gæslu- og hafísflug um Vestfirði og Húnaflóa.
Flogið var að Horni og Straumnesi og mældir borgarísjakar sem þar eru. Að því loknu var flogið inn á Húnaflóa.

Þyrla sækir slasaðan veiðimann að Laxá í Dalasýslu - 21.8.2013

GNA1_haust2012

Landhelgisgæslunni barst kl. 20:02 beiðni um aðstoð þyrlu eftir að veiðimaður slasaðist við Laxá í Dalasýslu. TF-GNA var þá að koma tilbaka úr eftirlitsflugi um Vestfirði og Húnaflóa og eftir samráð við þyrlulækni ákveðið að fara á vettvang. Lent var á vettvangi 16 mínútum eftir að útkallið barst.

TF-SYN fór í leiðangur í Kverkfjöll með almannavarnadeild RLS og  vísindamenn - 17.8.2013

Kverkfjoll082013-(6)

Þyrla Landhelgisgæslunnar flaug í gær með almannavarnadeild ríkislögreglustjóra ásamt vísindamönnum frá Veðurstofunni og Jarðvísindastofnun í Kverkfjöll en þeim hafði borist tilkynning frá Landvörðum í Kverkfjöllum um að áin Volga hafði vaxið og göngubrúnna yfir hana  tekið af.  Ákveðið var að kanna svæðið nánar.

Handfærabátar aðstoðaðir til hafnar fyrir austan - 14.8.2013

Stjornstod3

Handfærabátur frá Breiðdalsvík, sem síðdegis í dag var að draga annan handfærabát með bilað stýri í land, fékk dráttartógið í skrúfuna um 1,2 sml SA af Rifsskeri. Hafði báturinn samband við Landhelgisgæsluna og óskaði eftir aðstoð.

Hafís og borgarísjakar á Grænlandssundi - 14.8.2013

Hafis3

Margar tilkynningar hafa að undanförnu borist Landhelgisgæslunni um hafís og borgarísjaka á Grænlandssundi. Siglingaviðvaranir eru sendar út til báta og skipa á svæðinu auk þess sem staðsetningar birtast á síðu Veðurstofu Íslands.Í gær var fiskibátur vitni að því þegar strandaður borgarísjaki "splundraðist" rétt utan við Hornbjarg á Vestfjörðum. 

TF-LÍF aðstoðar við óvenjulegt verkefni á Grænlandsjökli - 13.8.2013

TF LÍf í Grænlandi

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-LÍF var nýverið fengin til aðstoðar við óvenjulegt verkefni á Grænlandsjökli. Verkefnið fólst í að aðstoða við björgun bandarískrar sjóflugvélar á vegum Strandgæslunnar af gerðinni Grumman J2F Duck sem týndist þegar hún var við leitar- og björgunarstörf árið 1942. Á síðasta ári tókst að staðsetja flakið u.þ.b. 105 mílur suðaustur af Kulusuk, á 11 metra dýpi í jöklinum.

Mannbjörg þegar fiskibátur sökk skammt vestur af Skálavík - 12.8.2013

_MG_0659

Landhelgisgæslu Íslands barst um kl. 15:33 tilkynning frá fiskibátnum Björgu Jóns/7170 um að báturinn Glói / 7192 hafi sokkið um 1 sjómílu vestur af Skálavík. Einn maður var um borð og var honum bjargað um borð í Björgu Jóns. Einnig fór neyðarsendir bátsins í gang og sendi hann boð til stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar.  Björg Jóns sigldi með skipbrotsmanninn til Súgandafjarðar.

Tilkynnt um borgarísjaka NV af Horni - 12.8.2013

borgarisjaki_0

Skip tilkynnti Landhelgisgæslunni í gær um þrjá stóra borgarísjaka  sem voru staðsettir 62 sjómílur NV af Horni. Ísinn sást vel í ratsjá. Í kjölfarið sendi stjórnstöð Landhelgisgæslunnar út siglingaaðvörun til sjófarenda en hætta getur einnig stafað af brotum úr ís á svæðinu.

Neyðarkall barst frá seglskútu vestur af Garðskaga - aðstæður til björgunar erfiðar - 9.8.2013

GNA2

Landhelgisgæslunni barst kl. 23:15 í gærkvöldi neyðarkall frá þýskri seglskútu sem stödd var 17 sjómílur vestur af Garðskaga. Leki hafði komið að skútunni en um borð voru 12 manns, fjórir í áhöfn og átta farþegar. Samstundis var haft samband við skip og báta á svæðinu, þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út sem og björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar.