Fréttasafn

Stefna okkar er að halda almenningi, stjórnvöldum og starfsfólki vel upplýstu um starfsemina og stuðla þannig að jákvæðri og sterkri ímynd Landhelgisgæslunnar í þjóðfélaginu.


Fréttayfirlit


Þrekþjálfun í varðskipinu Tý - 19.2.2018

2007-05-11-tyr-1421-a

Varðskipsmenn sinntu margvíslegum verkefnum í viðburðaríkum túr

Göngumönnum bjargað á hálendinu - 15.2.2018

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út í gær vegna tveggja göngumanna sem voru á ferð austur af Hofsjökli en treystu sér ekki lengra vegna veðurs. Aðstæður til leitar voru mjög erfiðar og reyndu mikið á áhöfn þyrlunnar. 

Landhelgisgæslan á Framadögum - 8.2.2018

Fjölmargir kynntu sér starfsemi Landhelgisgæslunnar á Framadögum 2018 sem haldnir voru í Háskólanum í Reykjavík í dag. Á meðal þeirra sem heimsóttu básinn okkar var forseti Íslands. Búnaður sprengjueyðingarsveitarinnar vakti forvitni margra. 

Þór til móts við Akurey - 7.2.2018

Varðskipið Þór var í morgun sent út til móts við Ottó N. Þorláksson sem var þá með fiskiskipið Akurey í togi. Akurey fékk í skrúfuna í nótt og þurfti á aðstoð að halda. Þór fylgdi skipunum til hafnar og komu þau til Reykjavíkur nú síðdegis. Týr er við eftirlit fyrir austan land með fullri áhöfn og því varð að setja saman sérstaka áhöfn fyrir þennan túr Þórs. 

Minningarathöfn um sjóslysin í Djúpinu - 6.2.2018

Í gær var þess minnst að hálf öld er síðan 26 sjómenn fórust í aftakaveðri í Ísafjarðardjúpi. Sendiherra Bretlands á Íslandi heiðraði Sigurð Þ. Árnason skipherra vegna björgunar skipverja af breska togaranum Notts County.  

Leitar- og björgunarsamningur endurnýjaður - 5.2.2018

Fulltrúar Landhelgisgæslunnar og Isavia skrifuðu í lok nýliðinnar viku undir endurnýjaðan samstarfssamning um leitar- og björgunarþjónustu. Samningurinn var upphaflega gerður haustið 2010. 

Ferð til fjár í Loðmundarfirði - 4.2.2018

Varðskipið Týr flutti fjóra röska smala og þrjá vaska smalahunda frá Seyðisfirði yfir í Loðmundarfjörð í gær.

Varðskipið Týr fylgist með loðnuveiðum - 1.2.2018

Fjölmörg erlend loðnuskip eru nú að veiðum á miðunum austur af landinu. Varðskipið Týr sinnir eftirliti á veiðisvæðinu. 

Cókó og kleins til styrktar LHG - 1.2.2018

Bræðurnir Daníel og Róbert Stefánssynir hafa að undanförnu selt kakó og kleinur, eða cókó og kleins, vestur á Seltjarnarnesi. Á föstudaginn heimsóttu þeir flugskýli Landhelgisgæslunni til að afhenda hluta af ágóðanum af veitingasölunni auk þess að kynna sér starfsemina frá fyrstu hendi. 

Nánast eitt útkall á dag - 1.2.2018

Þann 21. janúar höfðu þyrlur Landhelgisgæslunnar verið kallaðar tuttugu sinnum út, nánast einu sinni á dag. Þetta eru mun fleiri útköll en á sama tíma á metárinu í fyrra. 

Ekkert lát á fjölgun útkalla - 1.2.2018

Útköllin hjá flugdeild Landhelgisgæslunnar á nýliðnu ári voru samtals 257 og hafa aldrei verið fleiri. Í fyrra voru útköllin 66 prósent fleiri en árið 2011. Forgangsútköllum fjölgaði. Þá fjölgaði erlendum sjúklingum og slösuðum á milli ára. 

LHG undirritar mikilvæga viljayfirlýsingu - 1.2.2018

Landhelgisgæslan hefur undirritað viljayfirlýsingu um aðgerðir gegn einelti, kynferðislegri áreitni, kynbundinni áreitni og ofbeldi á vinnustöðum. Fulltrúar LHG sóttu fund Vinnueftirlitsins sem haldinn var um þetta þýðingarmikla málefni. 

Þyrlan flutti veikan sjómann - 1.2.2018

TF-LIF sótti þann 12. janúar veikan sjómann á íslensku fiskiskipi og flutti á Sjúkrahúsið á Akureyri. Skipið var þá statt um sextíu sjómílur norðnorðvestur af Siglufirði. 

Sjúkraflug í suðaustanstormi - 1.2.2018

Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti þann 11. janúar sjúkling til Vestmannaeyja en þar geisaði suðaustanstormur svo ekki var unnt að senda flugvél. Aðstæður voru krefjandi í Eyjum vegna veðurofsans. Daginn áður sótti þyrlan veikan sjómann í fiskiskip á Deildargrunni. 

Dýptarkort unnið með hraði - 1.2.2018

Sjómælingasvið Landhelgisgæslunnar hafði hraðar hendur um helgina og útbjó bráðabirgðakort af höfninni og innsiglingunni í Flatey í tengslum við vatnsdælingu úr varðskipinu Þór. Nýjar mælingar voru gerðar þarna í fyrrasumar en úrvinnslu þeirra er ekki að fullu lokið. 

Annasamt á Hótel Grænuhlíð - 1.2.2018

Fá skip voru á sjó í annarri viku janúarmánaðar enda suðaustanstormur og bræla á miðunum. Stöðumynd stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar sýnir að nokkur skip leita vars undir Grænuhlíð í Ísafjarðardjúpi.