Fréttasafn

Stefna okkar er að halda almenningi, stjórnvöldum og starfsfólki vel upplýstu um starfsemina og stuðla þannig að jákvæðri og sterkri ímynd Landhelgisgæslunnar í þjóðfélaginu.Stoltenberg heimsótti Landhelgisgæsluna - 13.6.2019

IMG_5876-Small-

Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri Atlantshafsbandalagsins, kynnti sér meðal annars varnartengd verkefni Landhelgisgæslu Íslands í heimsókn sinni til Íslands fyrr í vikunni. Georg Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, Jón B Guðnason, framkvæmdastjóri varnarmálasviðs LHG, og Guðrún Þorgeirsdóttir, verkefnastjóri, voru í hópi þeirra sem tóku á móti Stoltenberg við komuna til landsins.

Tveir fluttir á sjúkrahús eftir flugslys við Múlakot - 10.6.2019

IMG_4275

TF-LIF og TF-EIR, þyrlur Landhelgisgæslunnar, voru báðar kallaðar út á níunda tímanum í gærkvöld vegna flugslyss við Múlakot í Fljótshlíð. Tveir sjúkraflutningamenn frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins fóru með TF-EIR frá Reykjavík en báðar þyrlurnar lentu við lögreglustöðina á Hvolsvelli þar sem hinir slösuðu voru fluttir úr sjúkrabílum í þyrlurnar. Þyrlurnar fluttu tvo á Landspítalann í Fossvogi.

Fyrsta útkall Eirar - 9.6.2019

IMG_4261

TF-EIR, þyrla Landhelgisgæslunnar, fór í sitt fyrsta útkall síðdegis vegna slasaðrar göngukonu sem stödd var við Hásker á Öræfajökli. TF-EIR tók á loft frá Reykjavíkurflugvelli laust fyrir klukkan 16 og lenti á vettvangi laust fyrir klukkan 16 og lenti á vettvangi klukkustund síðar. Læknir og sigmaður huguðu að konunni og studdu um borð í þyrluna. Flogið var með konuna á Freysnes þar sem ekki reyndist þörf á að flytja hana á sjúkrahús í Reykjavík.

Heimsókn frá varnar- og öryggismálafulltrúum NATO - 4.6.2019

IMG_5092

Á dögunum fékk Landhelgisgæslan heimsókn frá varnar- og öryggismálafulltrúum hinna ýmsu aðildarþjóða Atlantshafsbandalagsins. Að auki voru fulltrúar Svíþjóðar og Finnlands með í för. Samstarf á sviði öryggis- og varnarmála er afar mikilvægt en fulltrúarnir koma árlega til Íslands og kynna sér stöðu mála hérlendis.