Fréttasafn

Stefna okkar er að halda almenningi, stjórnvöldum og starfsfólki vel upplýstu um starfsemina og stuðla þannig að jákvæðri og sterkri ímynd Landhelgisgæslunnar í þjóðfélaginu.


Fréttayfirlit


Annasamur dagur hjá Landhelgisgæslunni - 27.7.2019

Img_1272_1564253306662

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar, varðskipsmenn á Þór og þyrlusveit LHG hafa haft í nógu að snúast það sem af er degi. Þyrlusveitin hefur farið í fjögur útköll og varðskipið Þór var kallað út vegna ferðamanna í vanda í Fljótavík.

Æft í Ísafjarðardjúpi - 27.7.2019

Image-17.png-2

Reglulega eru haldnar sameiginlegar æfingar með varðskips- og þyrluáhöfnum Landhelgisgæslunnar. Slík æfing var haldin í Ísafjarðardjúpi síðdegis í gær en þar var varðskipið Þór á siglingu.

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland hefst að nýju - 19.7.2019

Image002_1563522091735

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland er að hefjast að nýju með komu flugsveitar bandaríska flughersins. Alls munu allt að 110 liðsmenn Bandaríska flughersins taka þátt í verkefninu og til viðbótar starfsmenn frá stjórnstöð NATO í Uedem, Þýskalandi (Combined Air Operations Center). Flugsveitin kemur til landsins með fimm F16 orrustuþotur.

Veikur maður sóttur í farþegaskip - 12.7.2019

IMG_5449-2-

Varðskipið Týr sótti í nótt veikan mann um borð í farþegaskip norðaustur af Horni. Skömmu fyrir miðnætti hafði skipið samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar og óskaði eftir að eldri maður með mögulega heilablæðingu væri sóttur um borð í skipið og komið undir læknishendur í landi.

TF-GRO komin til landsins - 6.7.2019

IMG_1278

TF-GRO, þyrla Landhelgisgæslunnar, er komin til landsins en hún lenti í fyrsta sinn á Reykjavíkurflugvelli í kvöld. Þyrlan er önnur tveggja leiguþyrla sem Landhelgisgæslan tekur í notkun af gerðinni Airbus H225.

Þrjú loftför kölluð út vegna slasaðs skipverja - 6.7.2019

TF-LIF

Flugvél Landhelgisgæslunnar auk þyrlanna Lífar og Eirar voru kallaðar út vegna slasaðs skipverja á togskipi. Útkallið var umfangsmikið enda var skipið statt djúpt NA af Langanesi.