Fréttasafn

Stefna okkar er að halda almenningi, stjórnvöldum og starfsfólki vel upplýstu um starfsemina og stuðla þannig að jákvæðri og sterkri ímynd Landhelgisgæslunnar í þjóðfélaginu.


Fréttayfirlit


Dómsmálaráðherra í heimsókn á æfingu - 24.6.2020

IMG_5107

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, slóst í för með þyrlusveit Landhelgisgæslunnar, áhöfninni á varðskipinu Þór og Georg Kr. Lárussyni, forstjóra LHG, á fimmtudag þegar haldin var sjóbjörgunaræfing á Breiðafirði. 

Rækileg yfirferð dýptarmælinga - 22.6.2020

K426_NV-152-1

Á fyrrihluta ársins 2020 voru nýjar útgáfur af sjö sjókortum gefnar út. Meðal þeirra eru þrjú sjókort sem ná m.a. yfir suðurhluta Breiðafjarðar.

Fyrsta skútan komin til landsins eftir að landamæraskimun hófst - 19.6.2020

20200402_150539335_iOS

Fyrsta erlenda skútan sem kemur til landsins eftir að landamæraskimun hófst í vikunni lagðist að bryggju í Vestmannaeyjum í dag. Skútan kom upp í kerfum Landhelgisgæslunnar í morgun en þá höfðu skipverjarnir um borð ekki sent upplýsingar um sig til Landhelgisgæslunnar eins og kveðið er á um. Varðstjórar stjórnstöðvar náðu fjarskiptasambandi við skútuna eftir nokkrar tilraunir.

Áhöfnin á TF-EIR fann mann sem leitað var að í Skálavík - 19.6.2020

IMG_20200619_060205

Hitamyndavélin um borð í TF-EIR, þyrlu Landhelgisgæslunnar, skipti sköpum þegar áhöfn þyrlunnar fann göngumann í sjálfheldu í Kroppstaðahorni í Skálavík í morgun. Björgunarsveitir, lögregla, áhöfnin á varðskipinu Þór auk þyrlusveitarinnar höfðu leitað mannsins frá því í gærkvöld þegar hann fannst með myndavélinni. Erfitt reyndist að sjá manninn með berum augum.

Góð sjósókn á þjóðhátíðardaginn og fljótandi 15 metra trjádrumbur - 18.6.2020

Drumbur4

Margir vörðu þjóðhátíðardeginum á sjó miðað við tölur úr kerfum stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar. Í hádeginu í gær voru 822 skip og bátar á sjó. Hjá áhöfninni á varðskipinu Þór bar það helst til tíðinda að 15 metra trjádrumbur var hífður um borð í Breiðafirði.

Gæsluflug um Vestfirði - 16.6.2020

IMG_5004

Áhöfnin á TF-SIF, eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar, fór í eftirlitsflug um Vestfirði fyrr í dag. Flugvélin nýtist einstaklega vel til að hafa eftirlit með lögsögunni enda kemst hún hratt yfir stórt svæði á skömmum tíma.

Grillveisla á höfninni - 15.6.2020

IMG_4933_1592233895655

Óvenju fjölmennt var um borð í varðskipinu Þór við Miðbakka í hádeginu. Ástæðan er sú að þar var haldið sumargrill Landhelgisgæslunnar á bryggjunni. Til að fagna sumrinu og langþráðum sumarfríum komu starfsmenn Gæslunnar saman á höfninni og borðuðu um borð í varðskipinu. 

Æft með Gísla Jóns - 12.6.2020

Image00006

Áhafnir þyrla Landhelgisgæslunnar og björgunarskipa Slysavarnafélagsins Landsbjargar halda reglulegar sameiginlegar æfingar. Á miðvikudag fór slík æfing fram þegar áhöfnin á Gísla Jóns og áhöfnin á TF-GRO æfðu í einstöku veðri á Vestfjörðum. 

Baldur við mælingar á Breiðafirði - 9.6.2020

Baldur-1

Sjómælingaskipið Baldur hefur að undanförnu verið við mælingar á Breiðafirði. Þessar myndir glæsilegu loftmyndir voru teknar af skipinu í blíðskaparveðri á dögunum. 

Fjögur rafhlaupahjól í flotann - 8.6.2020

IMG_4799

Fjögur ný farartæki bættust í flota Landhelgisgæslunnar í dag þegar skrifað var undir leigusamning á fjórum rafhlaupahjólum. 

Sjómannadagurinn 2020 - 7.6.2020

1_1591614537130

Hátíðahöld voru með óhefðbundnu sniði á sjómannadaginn en þó var reynt að halda í hefðirnar. Sjómannadagsmessa fór fram í Dómkirkjunni og áhöfnin á Tý fór í útimessu.

Séraðgerða- og sprengjueyðingarsveit kölluð út vegna sprengikúlu í Hafnarfirði - 4.6.2020

4_1591269144423

Séraðgerða- og sprengjueyðingardeild Landhelgisgæslunnar var kölluð út að beiðni lögreglu að húsi í Hafnarfirði í gærdag vegna torkennilegs hlutar sem fannst við jarðvinnu á lóð húss í miðbænum. Við athugun sprengjusérfræðinga Landhelgisgæslunnar kom í ljós að um var að ræða 20mm sprengikúlu úr seinna stríði sem var virk og nokkuð ryðguð.

Loftrýmisgæsla Ítala hefst í júní - 2.6.2020

H-1

Loftrýmisgæsla ítalska flughersins hefst hér á landi um miðjan júní. Liðsmenn flughersins fara í 14 daga sóttkví, læknisskoðun og skimun á herstöð áður en hingað er komið. Þá fara þeir aftur í 14 daga sóttkví á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli eftir komuna til landsins.

Áhöfnin á Eir leitaði manns sem féll í Laxá - 1.6.2020

TF-EIR6

Áhöfnin á TF-EIR, þyrlu Landhelgisgæslunnar, var kölluð út til leitar í nótt að beiðni lögreglunnar á Norðurlandi eystra vegna manns sem talið var að hefði fallið í Laxá í Aðaldal.