Fréttayfirlit: febrúar 2004 (Síða 2)

Þyrla sótti mann sem hafði fallið af hestbaki og slasast

Sunnudagur 1. febrúar 2004. Læknir á Ólafsvík hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar kl. 19:56 og óskaði eftir þyrlu til að sækja mann sem hafði slasast við að falla af hestbaki. Hann var með það slæma áverka að ekki þótti fært að flytja hann með sjúkrabifreið á sjúkrahús. Áhöfn TF-LIF var kölluð út kl. 19:58 og fór þyrlan í loftið kl. 20:35.  Flogið var sjónflug með nætursjónaukum beint á flugvöllinn á Rifi þar sem lent var kl. 21:10. Þar beið sjúkrabifreið með hinn slasaða. Þyrlan fór frá Rifi kl. 21:28 og lenti við flugskýli Landhelgisgæslunnar á Reykjavíkurflugvelli kl. 22:05.  Þar var hinn slasaði færður yfir í sjúkrabifreið sem flutti hann á Landspítala Háskólasjúkrahús í Fossvogi.  Dagmar Sigurðardóttir fjölmiðlaftr.  
Síða 2 af 2