Fréttayfirlit: október 2004 (Síða 2)

Hlutur úr nefhjóli TF-SYN brotnaði í lendingarbruni flugvélarinnar í Færeyjum

Föstudagur 1. október 2004. Hlutur úr nefhjóli flugvélar Landhelgisgæslunnar, TF-SYN, brotnaði í lendingarbruni vélarinnar á flugvellinum í Vagar í Færeyjum í morgun.  Áhöfn og farþega sakaði ekki. Það er nauðsynlegt fyrir áhöfn TF-SYN að æfa aðflug að flugvellinum í Færeyjum. Það var því ákveðið að nota tækifærið og heimsækja björgunarstjórnstöðina í Færeyjum og nýja varðskipið Brimil og koma heim samdægurs.  Þess vegna voru nokkrir yfirmenn hjá Landhelgisgæslunni farþegar í vélinni í morgun. Beðið er eftir varahlut frá Luxemburg og er vélin væntanleg heim á morgun. Dagmar Sigurðardóttirfjölmiðlaftr. Mynd DS: TF-SYN eftir lendingu á flugbrautinni í Færeyjum. Ef vel er að gáð má sjá brot úr nefhjólsbúnaðinum á vellinum. Mynd: DS: Vélin nýlent.
Síða 2 af 2