Fréttayfirlit

Yfirmenn varnarliðsins í heimsókn hjá Landhelgisgæslunni

Mánudagur 25. apríl 2005. Robert McCormick ofursti, yfirmaður Varnarliðsins á Keflavíkurflugvelli, Peter Garms ofursti, yfirmaður sjúkrahússins á varnarsvæðinu, Thomas Greetan undirofursti, næst æðsti yfirmaður þyrlusveitar Varnarliðsins og Kimberly N. Chehardy höfuðsmaður og tengiliður Varnarliðsins við Landhelgisgæsluna komu í heimsókn til forstjóra Landhelgisgæslunnar í síðustu viku.Heimsóknin var meðal annars til að endurgjalda heimsókn forstjórans til Varnarliðsins í vetur og til að kynnast starfsemi Landhelgisgæslunnar.  Náið samstarf er milli Varnarliðsins og Landhelgisgæslunnar á sviði leitar- og björgunarmála og öryggis- og eftirlitsmála.Byrjað var á að halda almenna kynningu á starfsemi Landhelgisgæslunnar í höfuðstöðvum stofnunarinnar að Seljavegi 32 og sérstaka kynningu á sprengjudeild stofnunarinnar sem sér alfarið um sprengjueyðingu á varnarsvæðinu. Þar næst var stjórnstöðin skoðuð og Sjómælingar Íslands.  Að því loknu var ferðinni heitið um borð í varðskipið Óðinn og skipið skoðað undir leiðsögn Kristjáns Þ. Jónssonar yfirmanns gæsluframkvæmda. Að síðustu var haldið út í flugdeild Landhelgisgæslunnar við Reykjavíkurflugvöll þar sem starfsemi hennar var kynnt.Dagmar Sigurðardóttirfjölmiðlaftr. Um borð í Óðni: Georg Kr. Ólafsson forstjóri, Dagmar Sigurðardóttir lögfr., Kristján Þ. Jónsson yfirmaður gæsluframkvæmda, Robert McCormick ofursti, yfirmaður varnarliðsins, Peter Garms ofursti, yfirmaður sjúkrahússins á varnarsvæðinu, Thomas Greetan undirofursti, næst æðsti yfirmaður þyrlusveitar varnarliðsins og Kimberly N. Chehardy höfuðsmaður, tengiliður varnarliðsins við Landhelgisgæsluna. (Mynd: Jóhann Reynisson)Um borð í Óðni: Kimberly N. Chehardy höfuðsmaður, tengiliður varnarliðsins við Landhelgisgæsluna, Sigurður Ásgrímsson deildarstjóri tæknideildar og Ásgrímur Ásgrímsson deildarstjóri sjómælingadeildar og tengiliður Landhelgisgæslunnar við Varnarliðið. (Mynd DS). Kristján Þ. Jónsson yfirmaður gæsluframkvæmda slær á létta strengi um borð í Óðni. (Mynd DS)Georg Kr. Lárusson forstjóri og Robert McCormick ofursti ræða málin í flugskýli Landhelgisgæslunnar. (Mynd DS)Sigurður Ásgeirsson þyrluflugstjóri, Þórarinn Ingi Ingason þyrluflugmaður, Sigurður Ásgrímsson deildarstjóri tæknideildar og Thomas Greetan undirofursti í skoðunarferð í flugskýli Landhelgisgæslunnar. (Mynd DS)  

Bílslys við Arnarstapa á Mýrum - TF-SIF flutti slasaðan farþega á sjúkrahús

Sunnudagur 17. apríl 2005.Neyðarlínan hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar kl. 17:48 og kom á framfæri beiðni læknis í Borgarfirði um þyrlu í viðbragðsstöðu vegna bílslyss við Arnarstapa á Mýrum. Tveir menn voru í bíl sem hafði oltið og var talið að annar þeirra væri nokkuð mikið slasaður.  Áhöfn TF-SIF var þegar kölluð út og fór þyrlan í loftið kl. 18:10. Stuttu síðar hafði lögreglan í Borgarnesi samband og óskaði eftir að þyrlan lenti við samkomuhúsið Lyngbrekku.  Þangað kom þyrlan kl. 18:27 og var þá búið að búa um hinn slasaða í sjúkrabíl.  Hann var fluttur ásamt félaga sínum með þyrlunni til Reykjavíkur.  Hún lenti við Landspítala Háskólasjúkrahús í Fossvogi kl. 18:56. Dagmar Sigurðardóttirfjölmiðlaftr.

Áhöfn TF-LIF flutti slasaða vélsleðakonu á sjúkrahús

Fimmtudagur 14. apríl 2005.Neyðarlínan hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar kl. 20:43 og tilkynnti um að ung kona hefði slasast á vélsleða fyrir ofan Lyngdalsheiði. Áhöfn TF-LIF var þegar kölluð út og var þyrlan komin í loftið kl. 21:10.  Er þyrlan kom á staðinn um fimmtán mínútum síðar kom í ljós að konan var fótbrotin.  Hún var flutt á Landspítala Háskólasjúkrahús í Fossvogi þar sem þyrlan lenti kl. 22. Dagmar Sigurðardóttirfjölmiðlaftr.

Næst æðsti yfirmaður herafla NATO í Evrópu heimsækir LHG

Í dag, miðvikudaginn 13. apríl, heimsótti Sir John Reith, næst æðsti yfirmaður herafla NATO í Evrópu, Landhelgisgæsluna í boði Björns Bjarnasonar, dómsmálaráðherra. Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar, tók opinberlega á móti gestunum sem síðan var kynnt almenn starfsemi LHG, samstarfið við Varnarliðið, erlent samstarf og starfsemi sprengjudeildar LHG, innanlands sem og erlendis. Við þetta tækifæri skiptust Georg Kr. Lárusson og Sir John Reith á vináttugjöfum. Við sama tækifæri var Birni Bjarnasyni afhent mynd er tengdist alþjóðlegu starfi sprengjudeildar LHG.   Landhelgisgæsla Íslands   Tekið á móti gestum fyrir utan höfðustöðvar LHG. Mynd: Níels Bjarki Finsen.   Georg Kr. Lárusson forstjóri LHG og Sir John Reith næst æðsti yfirmaður herafla NATO í Evrópu. Mynd: Níels Bjarki Finsen.   Björn Bjarnason dómsmálaráðherra tekur við mynd frá Jónasi Þorvaldssyni sprengjusérfræðingi. Mynd: Níels Bjarki Finsen.

Þyrla Varnarliðsins flutti slasaðan sjómann

Sunnudagur 10. apríl 2005. Skipstjórinn á togaranum Snorra Sturlusyni hafði samband við stjórnstöð Landhelgisgæslunnar kl. 1 í nótt og tilkynnti að skipverji um borð hefði slasast og óskaði eftir aðstoð.  Skipið var þá statt 30 sjómílur suður af Ingólfshöfða.  Skipverjinn hafði fengið gils í brjóstkassa og var þungt haldinn.Læknir í þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar hafði þegar samband við skipstjórann til að fá upplýsingar um líðan slasaða skipverjans og gefa ráðleggingar um umönnun hans.  Þar sem þyrluáhöfn Landhelgisgæslunnar hafði verið við umfangsmiklar æfingar á Austurlandi yfir daginn var óskað eftir þyrlu Varnarliðsins.  Hún sótti slasaða skipverjann og kom með hann til Keflavíkur í morgun en þaðan var hann fluttur með sjúkrabíl til Reykjavíkur og lagður inn á Landspítala Háskólasjúkrahús í Fossvogi.Dagmar Sigurðardóttirfjölmiðlaftr.