Fréttayfirlit: mars 2006 (Síða 2)

Veiðileyfislaus bátur staðinn að veiðum út af Garðskaga

Fimmtudagur 2. mars 2006.Áhöfn eftirlitsflugvélar Landhelgisgæslunnar, Synjar, kom að veiðileyfislausum bát að veiðum út af Garðskaga er flugvélin var á eftirlitsflugi síðdegis í gær.  Skipstjórinn fékk fyrirmæli um að draga upp veiðarfærin og halda til næstu hafnar þar sem málið yrði rannsakað. Lögreglan tók á móti bátnum þegar hann kom að landi og hefur rannsókn málsins staðið yfir í morgun. Meint brot skipstjórans teljast varða við ákvæði laga um fiskveiðistjórnun og laga um veiðar í fiskveiðilandhelgi Íslands.  Landhelgisgæslan hefur verið í samstarfi við lögregluyfirvöld á svæðinu og Fiskistofu vegna málsins.Dagmar Sigurðardóttirlögfræðingur/upplýsingaftr.

Landhelgisgæslan og Ríkislögreglustjóri gera samstarfssamning

Fimmtudagur 2. mars 2006.   Ríkislögreglustjóri af hálfu lögreglunnar og forstjóri Landhelgisgæslunnar hafa gert með sér samkomulag um samstarf lögreglu og Landhelgisgæslu. Þessar tvær stofnanir hafa um langt skeið átt gott og mikið samstarf en formlegur samningur um samstarfið hefur ekki verið gerður fyrr en nú.  Verkefnin sem kveðið er á um í samningnum eru meðal annars: * Leit og björgun og almannavarnir * Flutningur á liðsafla * Eftirlits- og leitarflug * Sameiginlegt bátaeftirlit * Gagnkvæmur stuðningur stofnananna við lögregluaðgerðir á sjó og landi. * Gagnkvæm upplýsingamiðlun og fræðsla * Siglingavernd * Sameiginleg þjálfun   Dagmar Sigurðardóttir lögfræðingur/upplýsingaftr.Georg Kr. Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar, Björn Bjarnason dóms- og kirkjumálaráðherra og Haraldur Johannessen ríkislögreglustjóri.
Síða 2 af 2