Fréttayfirlit: ágúst 2006

Nema á Ægi

Nemar_a_Agi_JPA
Undanfarin ár hefur tíðkast að nemendum sem eru að ljúka 10. bekk grunnskóla hefur gefist kostur á að fara í ferð með varðskipum Landhelgisgæslunnar til þess að kynna sér starfsemina um borð.

Skip vélarvana

Vakstöð siglinga/Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst tilkynning kl. 21.58 um að hollenskt flutningaskip, Aalsmeergracht, sem er 12þús. tonn, væri vélarvana í Reyðarfirði. Strax varið farið að grennslast fyrir um skip sem gætu komið til aðstoðar.

Fiskidagar í Dalvík

Fiskidagar4
Sveinbjörg Guðmarsdóttir tók þessar skemmtilegu myndir af komu Ægis á Fiskidaga á Dalvík, nú fyrir skemmstu. Við þetta tækifæri var Kristján Þ. Jónssyni skipherra gefin, f.h. Landhelgisgæslunnar mynd af Ægi sem máluð var af Karenu Dögg Geirsdóttur, sem siglt hafði með varskipinu sem nemandi nú í sumar.

Bátur sekkur á Breiðafirði

Vakstöð siglinga/stjórnstöð Landhelgisgæslu barst kl. 20.51 tilkynning frá flugstjórn um að neyðarsendir væri virkur í minni Breiðafjarðar. Skammt frá þessum stað hafði báturinn Sigurvin GK119, sem er 28tonna dragnóta/netabátur áður tilkynnt staðsetningu með sjálfvirkum sendingarbúnaði en hafði hætt sendingum nokkru fyrr.

Nemar á Ægi

Undanfarin ár hefur tíðkast að nemendum sem eru að ljúka 10. bekk grunnskóla hefur gefist kostur á að fara í ferð með varðskipum Landhelgisgæslunnar til þess að kynna sér starfsemina um borð. Þessi mynd var tekin þegar nokkrir nemendur stilltu sér upp með Kristjáni Þ. Jónssyni skipherra.(Mynd: Jón Páll Ásgeirsson)   Jóhann Baldursson hdl.,lögmaður/blaðafulltrúiLandhelgisgæslu Íslands

Fiskidagar í Dalvík

Sveinbjörg Guðmarsdóttir tók þessar skemmtilegu myndir af komu Ægis á Fiskidaga á Dalvík, nú fyrir skemmstu. Við þetta tækifæri var Kristján Þ. Jónssyni skipherra gefin, f.h. Landhelgisgæslunnar mynd af Ægi sem máluð var af Karenu Dögg Geirsdóttur, sem siglt hafði með varskipinu sem nemandi nú í sumar.Kristján Þ. Jónsson skipherra ásamt listamanninum Karenu Dögg Geirsdóttur frá Akureyri og samnemendum hennar þeim Írisi Evu Einarsdóttur úr Mosfellsbæ og Hallbjörgu Erlu Fjeldsted frá Borgarnesi.    

Bátur sekkur á Breiðafirði

Vakstöð siglinga/stjórnstöð Landhelgisgæslu barst kl. 20.51 tilkynning frá flugstjórn um að neyðarsendir væri virkur í minni Breiðafjarðar. Skammt frá þessum stað hafði báturinn Sigurvin GK119, sem er 28tonna dragnóta/netabátur áður tilkynnt staðsetningu með sjálfvirkum sendingarbúnaði en hafði hætt sendingum nokkru fyrr. Starfsmenn Vakstöðar siglinga/stjórnstöð Landhelgisgæslu höfðu þá verið að grennslast fyrir um bátinn. Kallaðir voru út björgunarbátar Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Rifi og Ólafsvík, sem héldu af stað fljótlega upp úr kl. 21.00. Þyrla Landhelgisgæslunnar fór af stað kl. kl. 21.17.  Einnig var haft samband við nálæga báta sem héldu á staðinn. Kl. 21. 37 kom skemmtibáturinn Svalan að 3 skipverjum, heilum á húfi, á björgunarbát. Í framhaldi af þessu voru mennirnir fluttir um borð í björgunarskip og þaðan í þyrlu Landhelgisgæslunnar. Þyrlan lenti með mennina á Reykjavíkurflugvelli kl. 22.53. Björgunarbátar Slysavarnarfélagsins Landsbjargar hafa unnið við hreinsun á braki á vettvangi. Jóhann Baldursson hdl.lögmaður/upplýsingafulttrúiLandhelgisgæslu Íslands.

Skip vélarvana

Vakstöð siglinga/Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst tilkynning kl. 21.58 um að hollenskt flutningaskip, Aalsmeergracht, sem er 12þús. tonn,  væri vélarvana í Reyðarfirði. Strax varið farið að grennslast fyrir um skip sem gætu komið til aðstoðar. Ekkert nægilega öflugt skip var á svæðinu, en brugðið var til þess ráðs að kalla til björgunarskip Slysavarnarfélagsins á Norðfirði og línubátinn Pál Jónsson, sem staddur var skammt austur af Gerpi. Hægt var að fylgjast með reki skipsins með AIS eftirlitsbúnaði Vakstöðar siglinga/Stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar og kallaðir voru til sérfræðingar sjómælingasviðs Landhelgisgæslunnar til ráðgjafar um góðan haldbotn fyrir akkeri. Þegar skipið var statt um 0,7 sjómílur norð-vestur af  Grímu, var skipstjóra ráðlagt að kasta akkeri. Það hefur verið gert, en talið er að viðgerð geti tekið allt að 8 klst. Björgunarskipið Hafbjörg er á vettvangi og fylgist fylgist með gangi mála. Jóhann Baldursson hdl.lögmaður/upplýsingafulltrúiLandhelgisgæslu Íslands.

Gæslugolf 2006

Hið árlega golfmót Slegils, golfklúbbs starfsmannafélags LHG, var haldið 20. ágúst sl. á Haukadalsvelli, nýjum glæsilegum golfvelli skammt frá Geysi í Haukadal.   Þetta var fyrsta golfmót sem haldið hefur verið á vellinum. Á þriðja tug Gæslumanna og gesta tók þátt í mótinu. Einar Lyng Hjaltason, sem er með 3 í forgjöf, setti vallarmet með því að leika fyrri 9 holurnar á 38 höggum og seinn 9 á 45 höggum, eða 83 höggum samtals, en par vallarins er 74, 37 á hvorar 9 holur.   Keppt var í þremur flokkum. Úrslit voru sem hér segir:   Gæslumenn: 1. Guðmundur Emil Sigurðsson 2. Ragnar Ingólfsson 3. Sigurður Sverrisson   Kvennaflokkur: 1. Jenný Einarsdóttir 2. Kristín Gunnarsdóttir 3. Ragnhildur Magnúsdóttir   Gestflokkur: 1. Einar Lyng Hjaltason 2. Gunnar Hjartarson 3. Sigurður Emilsson   Nýliði ársins var Grétar Björgvinsson. Ragnar Ingólfsson og Helgi Rafnsson sáu um skipulagningu og stóðu þeir sig með stakri prýði.   Níels Bjarki FinsenMyndir: Benóný Ásgrímsson

Menningarnótt

Flugeldasýning var sett upp á Menningarnótt í samstarfi við Landhelgisgæsluna sem lánaði varðskipið Ægi sem skotpall fyrir hluta sýningarinnar. Var mál manna að vel hefði tekist til. Mynd: Jón Kr. Friðgeirsson

Afmæli Landhelgisgæslunnar

Fyrsta júlí átti Landhelgisgæslan 80 ára afmæli. Þann dag sigldu varðskipin Ægir og Óðinn inn í Reykjavíkurhöfn og voru þessa myndir teknar við það tækifæri af Jóni Kr. Friðgeirssyni. Þarna má sjá m.a. Björn Bjarnason, dómsmálaráðherra, Georg Lárusson, forstjóra LHG, Sigurð Steinar Ketilsson, skipherra, Halldór Nellett, skipherra, borgarstjóra Hull ásamt bæði núverandi og fyrrverandi starfsmönnum.  

Fjölskylduferð

Starfsmenn Landhelgisgæslunnar fóru um daginn í siglingu ásamt fjölskyldum sínum með varðskipinu Ægi. Lagt var af stað frá Faxagarði og siglt út á Sundin. (Myndir: Jón Páll Ásgeirsson)

Sprengjueyðingaræfing

Í lok sumars mun Landhelgisgæsla Íslands halda hina árlegu sprengjueyðingaræfingu “Northern Challenge”.  Æfingin mun fara fram á varnarstöð NATO í Keflavík og á öðrum svæðum innan 80 km við hervöllinn.  Æfingin var fyrst haldin árið 2002. Umfang hennar hefur aukist að jafnt og þétt og nú verða 80 sprengjueyðingarsérfræðinga frá 8 þjóðlöndum sem taka þátt.  Sprengjudeild Landhelgisgæslunnar undirbýr og stjórnar æfingunni með stuðningi annarra deilda Landhelgisgæslunnar, varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, Bandaríkjahers, svo og lögreglu og flugvallarstarfsmanna í Keflavík.