Fréttayfirlit: september 2006

Nýtt varðskip.

Nýlega efndu Ríkiskaup f. h. Landhelgisgæslu Íslands til lokaðs útboðs í kjölfar forvals vegna smíði á nýju varðskipi fyrir LHG. Í forvalinu var auglýst eftir þátttakendum í lokað útboð og urðu eftirtaldir aðilar fyrir valinu; Aker frá Noregi, Asmar frá Chile, Bergen frá Noregi,  Damen frá Hollandi,  Peene-Werft frá Þýskalandi og SIMEK frá Noregi.  Helstu kröfur sem settar voru fram í útboðsgögnum varðandi skip og búnað: Nauðsynlegt að nýtt varðskip fyrir LHG verði hannað og útbúið þannig að það hafi getu til að gegna ákveðnum verkefnum og hafi ákveðna eiginleika s.s.:  Löggæsla Fiskveiðieftirlit Auðlindagæsla innan efnahagslögsögunnar Leit og björgun Sjúkraflutningar – fólksflutningar Björgunar – dráttar og köfunarstörf ·           Til að sinna og stjórna leitar- og björgunarstörfum á hafinu umhverfis Ísland við verstu aðstæður. Flutningur á björgunarliði og búnaði. Búnaður til að láta þyrlu á hangflugi (hover) hafa eldsneyti (HIFR búnaður) Stjórnstöð í stærri björgunaraðgerðum Um mat á tilboðum Ákveðið hefur verið hvaða þættir munu ráða mestu við valið og eftirfarandi viðmið verið sett: Verð mun ráða 35% ( Líftímakostnaður til 15 ára) Tæknileg útfærsla, hönnun og hvernig kröfur eru uppfylltar ráða 50% Framleiðandi; gæði vélbúnaðar og tækja ræður 15% M/V TYR - Helstu stærðir Nýtt varðskip  - Helstu stærðir  Eigin þyngd .........................     342 Tonn Lengd .................................       71,15 M Breidd ..................................     10,00 M Mesta djúprista ......................      5,80 M Ganghraði á 90% krafti (MCR) 17.8 Hnútar Togkraftur .............................   56 Tonn    Eigin þyngd .......................... 1,000 Tonn Lengd.................................. . 80 – 90 M Breidd.................................. . 15 - 16 M Mesta djúprista...................... .... 6.50 M Ganghraði á 90% krafti (MCR)... . 18 Hnútar Togkraftur .........................100  Tonn min. Olíu- flutningstankar ..A.m.k. 500 - 1000 m3  (Fyrir mengunarolíu – Upphitun).   Eftirfarandi tilboð bárust:  SIMEK              33.100.000.- Evrur          Peene-Werft      36.800.000.- Evrur Damen            30.600.000.- Evrur           Asmar                27.261.000.- Evrur og                                                                       boð nr. 2            27.863.000.- Evrur   Nú þegar tilboð hafa verið opnuð tekur við vinna við að yfirfara þau og meta og er stefnt er að undirritun samnings um miðjan nóvember.

Öryggisvika sjómanna

Ráðstefna um öryggi sjófarenda verður í Fjöltækniskóla Íslands, miðvikudaginn 27. september. Sjá nánar í auglýsingu.

Grænlenskur togari dreginn til hafnar

   Aðfararnótt fimmtudagsins 14. september sl. barst Vakstöð siglinga/Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar upplýsingar um að grænlenski togarinn Kingigtok GR 9162 væri vélarvana um 400 sjómílur suðvestur af Reykjanesi.    Óskað var aðstoðar Landhelgisgæslunnar við að draga skipið til hafnar og hélt varðskipið Ægir þá um nóttina í áttina að skipinu.    Ægir kom að togaranum kl.1104 15. september, og er nú með skipið í togi á leið til Reykjavíkur, Þangað er áætlað að koma kl. 05.00 aðfaranótt sunnudagsins 17. september.    Kingigtok GR 9162 er 158 tonna togari gerður út frá Nuuk í Grænlandi.(Myndir: Jón Kr. Friðgeirsson) Jóhann Baldursson hdl. Lögmaður/ blaðafulltrúi Landhelgisgæslu Íslands

Sprengjueyðingaræfing

Háttsettir aðilar frá NATO ásamt öðrum þjóðum sem tóku virkan þátt í æfingunni ,Northern Challenge, á Íslandi hafa metið gildi æfingarinnar í ár  þar sem markmiðið voru aðgerðir gegn heimagerðum sprengjum, búnaði og aðferðum frá hryðjuverka aðilum. Æfingin ,sem er skipulögð og haldinn árlega af Landhelgisgæslu Íslands, hefur mikið gildi og er jafnframt orðin verðmæt þjálfun fyrir þjóðirnar sem komið hafa ár hvert. Þá sérstaklega fyrir sprengjusveitir frá Skandinavíu sem eru mjög líklegar til að þurfa eiga við hryðjuverkasprengjur á eigin grund eða erlendri. Allir þáttakendur eru sammála um að æfingin hafi verið mjög raunveruleg miðað við þann búnað og aðferðir sem beitt er í dag og jafnframt mjög vel skipulögð með því markmiði að hafa hámarks þjálfunargildi. Margir af háttsettum yfirmönnunum sem komu þetta árið halda því fram að æfingin hafi verið mjög góð en þyrfti að vera stærri til þess að gera það mögulegt fyrir fleiri NATO og PfP ( Partners for Peace) þjóðir til að taka þátt. Til þess væri kjörið tækifæri í framtíðinni að nýta þær góðu aðstæður í herstöðinni við Keflavík til að hafa þjálfunarmiðstöð fyrir sprengjusveitir frá Norður-Evrópu þar sem bandaríski herinn er á förum.  Sprengjusveit Landhelgigæslunar fékk stuðning frá áhöfn V/S Týr, V/S Ægir ,Þyrlusveit LHG, Lögreglunni í Keflavík og Sérsveit Ríkislögreglustjóra meðan á æfingunni stóð. Adrian King Sprengjusérfræðingur Landhelgisgæslu Íslands.