Fréttayfirlit: október 2007

Smíði nýs varðskips hafin í Chile

Nytt_vardskip_stal_skorid
Miðvikudagur 24. október 2007
Smíði nýs varðskips hófst, í ASMAR skipasmíðastöðinni í Talcahuano í Chile, þann 16. október síðastliðinn. Skipið hefur fengið nýsmíðanúmer 106. Byrjað var að skera til stál í fyrsta hluta skipsins sem hafist verður handa við að smíða á næstu dögum.

Varðskip tekur Erling KE-140 vélarvana í tog

Erling_KE_tekin_i_tog
Fimmtudagur 18.október 2007
Um kl. 13:21, tilkynnti fiskiskipið Erling KE-140, kallmerki TFFB, til Vaktstöðvar siglinga og stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar, að vélarbilun væri um borð. Skipið var þá statt um 19 sjómílur SSA frá Malarrifi.

Sendiherra Noregs á Íslandi, Margit Tveiten, heimsækir Landhelgisgæsluna

Sendih_Noregs_1110200
Fimmtudagur 11. Október 2007
Í dag heimsótti norski sendiherrann á Íslandi, Margit Tveiten Landhelgisgæsluna. Með henni í för var Thomas Ball sendiráðsritari. Sendiherrann kynnti sér víðtæka starfsemi Landhelgisgæslunnar, í tengslum við vaxandi samstarf Landhelgisgæslunnar og norsku
strandgæslunnar, Kystvakten.

Landhelgisgæslan skoðar aðstæður á Jan Mayen

LHG til Jan Mayen

Fimmtudagur 4 október 2007

Í gær fóru starfsmenn Landhelgisgæslunnar til Jan Mayen til þess að skoða aðstæður þar og kynna sér búnað á staðnum. Einnig til að koma á tengslum og samstarfi milli Landhelgisgæslunnar og stöðvarinnar á Jan Mayen. Með í för var forstjóri Gæslunnar Georg Lárusson ásamt fleiri starfsmönnum stofnunarinnar sem flestir starfa í flugdeild.

Herdeild 330 frá Konunglega norska flughernum heimsækir flugdeild Landhelgisgæslunnar.

Sea_King_Isafj.flugv.0410_2007

Fimmtudagur 4. október 2007

Herdeild 330 kom til Íslands á þriðjudaginn s.l. á einni af Sea King þyrlu deildarinnar og mun verða við æfingar með flugdeild Landhelgisgæslu Íslands næstu daga, m.a. á Ísafirði í dag. Áætlað er að herdeildin muni hafa viðkomu á Akureyri n.k. mánudag og muni síðar hverfa aftur til Noregs á þriðjudag.

Öryggisþjálfun áhafna og kafara

Þyrluhermir_Aberdeen_sept07
Þriðjudagur 2. október 2007
Í síðastliðinni viku fór hluti áhafna loftfara og kafara Landhelgisgæslunnar til öryggisþjálfunar til Falck Nutec, í Aberdeen í Skotlandi. Þjálfun þessi er hluti af reglubundinni þjálfun áhafna og snýst þessi hluti um að komast út úr þyrlu sem lent hefur í sjó eða vatni (e. Aircraft Underwater Escape & Short Term Air Supply System (STASS)).