Fréttayfirlit: 2008 (Síða 3)

LHG sigrar danska varðskipsmenn í fótboltaleik

Tyr_Aegir_Triton
Starfsmenn Landhelgisgæslunnar unnu kollega sína á danska varðskipinu Triton; 11-6 í vináttulandsleik í fótbolta sem fór fram á Þróttarvellinum í Laugardal í dag. Góður andi var á vellinum og starfsmenn LHG mjög sátt við frammistöðuna.  

Gullbergi VE-292 bjargað við Klettsnef

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst í morgun, kl. 06:28 útkall á rás 16 frá Gullberg VE 292 um að skipið væri vélarvana með tólf menn um borð við Klettsnef, utan við innsiglinguna til Vestmannaeyja.  Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar kallaði samstundis út Björgunarfélagið í Vestmannaeyjum og Dráttarskipið Lóðsinn í Vestmannaeyjum sem brugðust hratt við. Ekki var talin þörf á þyrlu LHG.

Varðskip á sjó

Í morgun hélt Varðskip LHG úr höfn til gæslustarfa. Fer varðskipið í hefðbundinn túr og kemur til hafnar í lok nóvember.

Rekstrarsvið LHG hlýtur viðurkenningu

Rekstrarsvið Landhelgisgæslunnar hlaut í vikunni viðurkenningu Ríkiskaupa og Kreditkorta fyrir að tileinka sér rafrænt innkaupakerfi með notkun á innkaupakorti ríkisins og færslusíðu kerfisins.

Fjögur útköll á fimmtán mínútum

TF-EIR
Fjögur útköll bárust Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar í dag á aðeins fimmtán mínútum. Beðið var um aðstoð þyrlu við að flytja mann sem fallið hafði í klettum í Hnappadal á Snæfellsnesi. Talið var að maðurinn væri ökla og viðbeinsbrotinn. Þyrla LHG, TF-EIR send á vettvang enda erfið aðkoma að slysstað og ekki unnt að flytja þann slasaða með öðrum leiðum.

Kveðja frá starfsmönnum Landhelgisgæslunnar

Útför Gunnars Bergsteinssonar fyrrverandi forstjóra Landhelgisgæslu Íslands fer fram frá Dómkirkjunni í dag, föstudaginn 31. október kl 1300.

Samstarfsyfirlýsing bandarísku strandgæslunnar og Landhelgisgæslu Íslands

Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra og Thad W. Allen, yfirmaður bandarísku strandgæslunnar undirrituðu í gær yfirlýsingu um samstarf strandgæslunnar og LHG á fundi í Washington.

Sjávarútvegsnefnd Evrópuþingsins heimsækir LHG

Sjávarútvegsnefnd Evrópuþingsins heimsótti í gær Landhelgisgæsluna en koma þeirra var hluti af dagskrá sem hafði það að markmiði að kynnast öllu því sem lýtur að fiskveiðum hér á landi.

Æfing í tengslum við Björgun 2008

Slysavarnarfélagið Landsbjörg stóð um helgina fyrir ráðstefnunni Björgun 2008. Á ráðstefnunni voru ýmsir áhugaverðir fyrirlestrar um viðbúnað, leitar og björgunarmál.

Þar á meðal var fyrirlestur Auðuns F. Kristinssonar, yfirstýrimanns  og Björns Brekkan Björnssonar flugstjóra hjá LHG en þeir lýstu björgunaraðgerðum við strand Wilson Muuga (WM) rétt sunnan við Sandgerði 19. desember 2006.

Gunnar Bergsteinsson, fyrrv. forstjóri LHG látinn

Gunnar_Bergsteinsson...
Gunnar Kristinn Bergsteinsson fyrrverandi forstjóri Landhelgisgæslunnar og forstöðumaður Sjómælinga Íslands, lést síðastliðinn fimmtudag 85 ára að aldri.

Varðskip í viðbragðsstöðu vegna óveðurs

Varðskip Landhelgisgæslunnar Týr lagði úr höfn síðdegis og er í viðbragðsstöðu vegna óveðurs sem geisar um vestanvert landið. Varðskipið Ægir er einnig í viðbragðsstöðu og haft var samband við danska varðskipið Triton sem staðsett er í Reykjavík. Áhöfn skipins er viðbúin að bregðast við ef þörf verður á.

Mannbjörg suður af Snæfellsnesi

Mavanes_016
Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst kl. 18:43 í gærkvöldi tilkynning á rás 16 að eldur væri um borð í sjö tonna skemmtibát Mávanesi 7169. Báturinn var staddur suður af Snæfellsnesi með tvo menn innanborðs, voru þeir fljótlega komnir í björgunarbát ómeiddir.

Björgun 2008 um helgina

Helgina 24.-26. október fer fram á Grand hótel ráðstefnan Björgun 2008 sem er í umsjón Slysavarnarfélagsins Landsbjargar en félagið heldur upp á áttatíu ára afmæli sitt á þessu ári.

Myndir frá smíði nýja varðskipsins í Chile

Smíði hins nýja fjölnota varðskips miðar ágætlega í Chile. Hægt er að fylgjst með þróuninni hér.

Starfsmenn í þrekpróf

Þessa dagana standa yfir þrekpróf hjá áhöfnum varðskipa og flugdeildar Landhelgisgæslunnar. Prófið felst í hlaupi og styrktaræfingum en það reynir ekki síður á þrautsegju og úthald þátttakenda.

Sprengjusveit LHG ásamt friðargæslunni verðlaunuð

Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar, íslenska friðargæslan og samstarfsfólk þeirra í Líbanon hlutu nýverið verðlaun Sameinuðu þjóðanna, sem nefnd eru Nansenverðlaunin, fyrir framlag sitt til sprengjueyðinga í Suður Líbanon, á svæðum sem ógna lífi óbreyttra borgara.
Síða 3 af 7