Fréttayfirlit: maí 2010

TF-SIF flýgur til Grikklands í landamæraeftirlit

SIF_eftirlit
TF-SIF flugvél Landhelgisgæslunnar flaug í morgun áleiðis til Lesvos í Grikklandi þar sem flugvélin mun næstu vikur sinna landamæraeftirliti á Eyjahafi milli Grikklands og Tyrklands. Verkefnið er unnið á vegum Frontex landamærastofnunar Evrópusambandsins en Ísland er aðili að samstarfinu í gegnum Schengen.

Franska dráttarskipið Malabar í Reykjavík

27052010Malabar1
Franska skipið Malabar kom til Reykjavíkur fimmtudaginn 27. maí en skipið mun næstu vikur sinna fiskveiðieftirliti á Reykjaneshrygg þar sem um þessar mundir eru stundaðar úthafskarfaveiðar. Eftirlit með veiðum á svæðinum er skipt á milli aðildarríkja Norðaustur-Atlantshafsfiskveiðinefndarinnar, NEAFC og er heimsókn skipsins til Íslands venjubundin viðkoma í höfn á slíkri ferð en Malabar er öflugur dráttarbátur sem tilheyrir franska sjóhernum.

TF-GNÁ sækir skipverja af þýska togaranum Kiel

KIEL_012
Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-GNA lenti við Landspítalann í Fossvogi kl. 19:55 með skipverja af þýska togaranum Kiel sem var að veiðum við A-Grænland eða um 480 sml frá Garðskaga þegar skipverjinn fékk slæman brjóstverk síðdegis á laugardag. Hafði íslenskur skipstjóri Kiel þá samband við sjóbjörgunarstöðina MRCC Grönnedal á Grænlandi, sem ekki hafði tök á að senda aðstoð vegna slæms veðurs á svæðinu og var þeim vísað á Landhelgisgæsluna.

Tveir bátar í vandræðum vestur af landinu

Landhelgisgæslan óskaði á föstudagskvöld eftir aðstoð nærstaddra báta og björgunarskipa Slysavarnarfélagsins Landsbjargar eftir að tveir bátar lentu í vandræðum vestur af landinu.

Fréttir af smíði varðskipsins Þórs í Chile

Thor02_A_sjo
Þann 27. febrúar síðastliðinn varð jarðskjálfti upp á 8,8 stig Richter í Chile. Miklar skemmdir urðu á skipasmíðastöðinni ASMAR í Talchuano þar sem nýtt varðskip Landhelgisgæslunnar, Þór er í smíðum en áætlað var að afhenda fullbúið í apríl.
Skemmdir á skipasmíðastöðinni urðu aðallega eftir flóðbylgju sem reið yfir svæðið eftir skjálftann.

Met sett í útköllum Landhelgisgæslunnar

GNA3_BaldurSveins
Níu útköll voru í gær send frá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar sem hefur að sögn varðstjóra ekki áður gerst en mikið annríki hefur verið síðastliðna sólarhringa vegna strandveiðanna. Alls urðu sex bátar vélarvana víðs vegar um landið, tveir bátar duttu út úr fjareftirlitskerfum vegna bilunar auk þess sem þyrla Landhelgisgæslunnar var sett í viðbragðsstöðu vegna lítillar flugvélar í vandræðum á leið frá Narsarsuaq á Grænlandi.

Einum manni bjargað eftir að bátur hans varð vélarvana

TF-EIR
Landhelgisgæslunni barst í morgun kl. 10:36 aðstoðarbeiðni í gegn um Neyðarlínuna frá Mar GK-21, handfærabát með einn mann um borð, sem var vélarvana og við það að reka upp í Staðarberg vestan Grindavíkur. Hafði akkeri bátsins slitnað og kominn var leki að bátnum. Í eftirlitskerfum Landhelgisgæslunnar sást að einn bátur, Jói Brands, var í grennd við bátinn og var hann samstundis kallaður til aðstoðar en svartaþoka var á svæðinu. Jafnframt voru björgunarskip og björgunarsveitir Slysavarnarfélagsins Landsbjargar ræstar sem og þyrla Landhelgisgæslunnar.

Fíkniefnamál á Seyðisfirði - mönnum sleppt úr haldi

Þremur hollenskum karlmönnum var í gærkvöld sleppt úr haldi lögreglu en mennirnir voru handteknir í tengslum við fíkniefnamál sem er til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. .Aðgerðin hér er víðtæk en að henni hafa komið auk Landhelgisgæslunnar, lögreglu- og tollyfirvöld á Austurlandi, lögreglumenn frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, embætti ríkislögreglustjóra, sem og tollverðir frá Tollstjóranum í Reykjavík.

Áhöfn v/s Ægis heimsækir skóla ABC í Dakar

IMGP1064
Varðskipið Ægir var nýlega við bryggju í Dakar, höfuðborg Senegal en eins og áður hefur komið fram sinnir skipið nú, fyrir Frontex, landamæraeftirliti á ytri landamærum Evrópusambandsins. Áhöfn varðskipsins var boðið í heimsókn til barnaskóla sem ABC hjálparstarf rekur í borginni, en skipið afhenti skólanum nýverið hluti sem safnast höfðu á Íslandi til styrktar starfi þeirra.

TF-GNA sækir mann sem féll við klifur í Esju

Landhelgisgæslunni barst á sunnudag kl. 14:43 beiðni um aðstoð þyrlu eftir að maður féll við klifur í vestanverðri Esju, við Heljaregg.   Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-GNA fór í loftið kl. 15:09. Þar sem ekki var möguleiki að nota börur, seig  sigmaður niður með lykkju og hífði þann slasaði upp.

Æfingin Bold Mercy fór fram við Færeyjar. Unnið að tveimur björgunaraðgerðum samtímis

Alþjóðlega björgunaræfingin Bold Mercy fór fram í gær í grennd við Færeyjar en æfingin er hluti af verkefni bandalagsþjóða NATO sem staðið hefur í mörg ár, sem fram fer á milli björgunarmiðstöðva á Norður Atlantshafi.  Handrit æfingarinnar samanstóð af tveimur aðskildum atvikum sem gerðust á svipuðum tíma innan færeyska björgunarsvæðisins.

Mikið annríki í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar vegna strandveiðanna

Strandveiðar hófust á mánudag af fullum krafti og eru um 700 íslensk skip og bátar í fjareftirliti Landhelgisgæslu Íslands sem er um tvöfalt fleiri íslensk skip en að jafnaði eru á sjó í einu. Mikið álag er á þremur varðstjórum stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar sem eru á vaktinni og fylgjast með umferðinni, svara fyrirspurnum og taka á móti tilkynningum um ferðir flotans.

TF-EIR kölluð út vegna slyss á fjórhjóli

EIR
Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-EIR var kölluð út kl 20:34 í gærkvöldi eftir að aðstoðarbeiðni barst frá lækni á Hvammstanga vegna slasaðs manns sem hafði kastast af fjórhjóli. Var maðurinn slasaður á vinstri síðu og ummerki um innvortis áverka.

Bátur staðinn að ólöglegum veiðum á Breiðafirði

2010-05-03,_Baldur_a
Baldur, eftirlitsbátur Landhelgisgæslunni stóð nýverið fiskibát að ólöglegum grásleppuveiðum innan marka í Breiðafirði. Báturinn var færður til Stykkishólms þar sem lögregla tók á móti honum þar sem málið verður kært.

Varðskipið Ægir afhendir ABC Barnahjálp í Senegal vörur sem safnað var á Íslandi - senda innilegar þakkir

IMGP1161
Varðskipið Ægir kom til Dakar í Senegal að morgni 4. maí eftir gott ferðalag frá Las Palmas. Eins og komið hefur fram bauð Landhelgisgæslan ABC Barnahjálp að senda ýmsar vörur með skipinu frá Íslandi til Dakar fyrir skóla sem rekinn er af samtökunum. Eftir að lagst var að bryggju í Dakar komu aðilar frá samtökunum um borð og var farið með þá í skoðunarferð um skipið. Með þeim var liðsforingi frá Senegalska sjóhernum sem fylgdist með að allt færi að settum reglum.

Gylfi Geirsson kosinn formaður PECCOE

Á aðalfundi PECCOE, Permanent Committee on Control and Enforcements í síðastliðinni viku var Gylfi Geirsson, forstöðumaður hjá Landhelgisgæslunni kosinn formaður nefndarinnar.  Gylfi tekur við formennsku af Martin Newman frá Evrópusambandinu sem hefur gegnt starfinu undanfarin ár. PECCOE er fiskveiðistjórnunar og eftirlitsnefnd Norður Atlantshafs fiskveiðnefndarinnar-NEAFC.
Síða 1 af 2