Fréttayfirlit: júlí 2012 (Síða 2)

Viðhald á ljósduflum

TYR_Rifsdufl

Nýlega var varðskipið Týr í viðhaldsvinnu við ljósdufl í Faxaflóa, í Hvalfirði, undan Hafnarfirði, í Skerjafirði og í Breiðafirði. Ljósduflin voru hreinsuð, sum voru einnig máluð og legufæri yfirfarin. Alls var unnið við þrettán ljósdufl, þar af var skipt um sjö stór járndufl sem hafa verið í notkun hér við land síðan í seinni heimsstyrjöldinni.

Leit að ísbirni bar ekki árangur

_MG_5772

Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti í Reykjavík kl. 16:30 eftir að hafa verið við leit að ísbirni sem erlendir ferðamenn töldu sig sjá á sundi í Húnaflóa í fyrradag. Hvorki sást tangur né tetur af ísbirni á svæðinu.

Þyrluáhöfn fer að nýju til leitar að hvítabirni

NC2009_WEEK2_DOUG_ELSEY_PHOTO__104

Landhelgisgæslan hefur í samráði við lögregluna á Blönduósi tekið ákvörðun um að þyrla Landhelgisgæslunnar fari að nýju til leitar að hvítabirni sem erlendir ferðamenn töldu sig sjá á sundi í Húnaflóa í fyrradag. Ákveðið var að fara þetta flug í stað æfingaflugs sem áætlað var í dag.

Leit þyrluáhafnar að hvítabirni - fundu öldumælisdufl

Straumnesdufl_TFLIF

Landhelgisgæslunni barst kl. 16:55 í gær beiðni frá fjarskiptamiðstöð lögreglunnar um aðstoð þyrlu eftir að óstaðfestar fregnir bárust af hvítabirni á sundi við Vatnsnes.  Þegar þyrlan TF-LIF kom á svæðið var fljótlega lent við Geitafell þar sem för sáust í sandinum sem talin voru vera eftir bjarndýrið.

Þyrla kölluð út vegna slyss skammt frá Sauðárkróki

GNA2

Landhelgisgæslunni barst kl. 15:54 beiðni frá fjarskiptamiðstöð lögreglu um þyrluáhöfn í viðbragðsstöðu vegna alvarlegs slyss á sveitabæ skammt frá Sauðárkróki. Beiðni um aðstoð þyrlunnar var staðfest kl. 16:01 og  fór TF-GNA í loftið kl. 16:18.

Vélarvana bátur 15 sml frá Neskaupstað

Stjornstod3

Landhelgisgæslunni barst í kvöld aðstoðarbeiðni frá fiskibát sem var vélarvana um 15 sjómílur frá Neskaupstað. Björgunarskipið Hafbjörg frá Neskaupstað var kallað út til aðstoðar og er reiknað  með að siglingin að bátnum taki um klukkustund.  

Aukning í útköllum flugdeildar

GNA3_BaldurSveins

Samkvæmt upplýsingum frá flugrekstrardeild voru þyrlur Landhelgisgæslunnar kallaðar út 26 sinnum í júní vegna sjúkraflutnings, leitar, björgunar auk aðstoðar við lögreglu og slökkvilið. Til samanburðar má nefna að á sama tímabili árið 2011 voru þyrlurnar kallaðar út 17 sinnum.

Fundu torkennilegan hlut í fjöru

TunnaKrigsmarine

Sprengjudeild Landhelgisgæslunnar barst nýverið tilkynning um torkennilegan hlut í fjöru skammt austan við Þorlákshöfn. Var hann merktur „Kriegsmarine“ en undir því nafni gekk sjóher Þjóðverja á árunum 1935 – 1945. Miðað við lag hlutarins og merkingar var ekki hægt að útiloka að um djúpsprengju væri að ræða.

Bátur staðinn að meintum ólöglegum veiðum

2010-05-03,_Baldur_a

Baldur, eftirlitsskip Landhelgisgæslunnar stóð um hádegisbilið strandveiðibát að meintum ólöglegum veiðum innan reglugerðarhólfs suður af Skor í Breiðafirði þar sem í gildi er bann við handfæra- og línuveiðum. Var bátnum vísað til hafnar þar sem málið verður tekið fyrir af viðeigandi lögregluyfirvöldum.

Varðskipið Týr komið til Íslands eftir langa siglingu

Tyr_a

Varðskipið Týr kom til hafnar í Reykjavík þann 22. júní síðastliðinn eftir 6000 sjómílna siglingu á 43 dögum frá Íslandi til Kanada, þar sem varðskipið sótti skipið Hebron Sea og dró það síðan yfir Atlantshafið til Grenå i Danmörku þar sem skipið var tekið til niðurrifs.

Umferðareftirlit úr þyrlu LHG

Umferdareftirlit_LHG_Logr040808

Landhelgisgæslan og lögreglan hafa m.a. samstarf um umferðareftirlit úr þyrlu og var um helgina farið í eftirlit um Suðurland.  Í eftirlitinu fer lögreglumaður með þyrlunni í eftirlit og annast hraðamælingar í samstarfi við þyrluáhöfn.  Stuðst er við sérstakar verklagsreglur við mælingarnar.

Þyrluáhafnir í viðbragðsstöðu vegna flugvélar

Thyrla_stjornklefi

Landhelgisgæslunni barst í morgun tilkynning frá flugstjórn um reyk í flugstjórnarklefa einkaþotu með fjóra menn um borð sem hafði snúið við og var á leið inn til lendingar á Keflavíkurflugvelli. Var viðbragðsáætlun samstundis virkjuð, samhæfingarstöð kölluð saman kl. 08:15 en lending var áætluð kl. 08:30.

Síða 2 af 2