Fréttayfirlit: maí 2013 (Síða 2)

Mannbjörg þegar eldur kom upp í fiskibát

Krummi1

Mannbjörg varð upp úr hádegi þegar eldur kom upp í 8 metra löngum fiskibát 4 sjómílur SA af Arnarstapa. Einn skipverji var um borð og var honum bjargað í nærliggjandi fiskibát. Þyrla LHG var send ásamt slökkviliðsmönnum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins á vettvang en fiskibáturinn logar stafna á milli og talið er að hann muni sökkva.

Varðskipið Þór aðstoðar vélarvana fiskiskip á Breiðafirði

ThOR_April2013

Landhelgisgæslunni barst kl. 17:23 í dag beiðni um aðstoð frá fiskiskipinu Þórsnesi ll/ TFKJ þar sem skipið var vélarvana um 3 sjómílur VNV af Flatey á Breiðafirði. Varðskipið Þór var staðsett í um 30 sjómílna fjarlægð og hélt samstundis til aðstoðar.

Landhelgisgæslan brýnir fyrir sjófarendum að gæta öryggis

_MG_0566

Samvæmt upplýsingum frá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar eru nú 854 skip komin á sjó og strandveiðarnar í fullan gangi. Talsverður erill hefur verið hjá stjórnstöð og greiningardeild að undanförnu og nokkuð verið um óhöpp og minniháttar bilanir. Tvö óhöpp hafa verið tilkynnt þar sem skipverja hefur tekið út af bátum.

Tundurduflaslæðarar heimsækja Ísland

Tundurd_slaedarar

Næstkomandi fimmtudag er von á heimsókn flota tundurduflaslæðara Atlantshafsbandalagsins til Íslands. Flotinn samanstendur af fimm skipum sem fyrst og fremst sinna mannúðarstarfi, þau eru ORP Czernicki frá Póllandi, BNS Bellis frá Belgíu, FGS Weilheim frá Þýskalandi, HNOMS Hinnøy frá Noregi og HNLMS Urk frá Hollandi.

TF-GNA æfði með frönsku freigátunni Aquitine og þyrlu hennar

Aquitaine_BaldurSveins-(5)

Þyrla Landhelgisgæslunnar TF-GNÁ var í gær við æfingar með frönsku freigátunni Aquitine sem var í Reykjavíkurhöfn yfir helgina. Einnig tók þyrla freigátunnar þátt í æfingunni. Hér má sjá myndir sem Baldur Sveinsson og áhöfn þyrlu LHG tóku í æfingunni.

Baldur hefur fengið nýtt útlit

Baldur_JPA-(2)

Eftirlits- og sjómælingaskipið Baldur sigldi í dag inn í Reykjavíkurhöfn í nýjum litum en hann hefur nú fengið sama gráa litinn og notaður hefur verið á varðskipin Þór, Ægir og Týr. Baldur fór fyrir um viku síðan í slipp hjá hjá Skipasmíðastöðinni í Njarðvík og er nú tilbúinn fyrir margvísleg sjómælinga, æfinga og eftirlitsverkefni sumarsins.

Öryggissamningur undirritaður við Mílu

MILA_LHG_samn1

Nýverið undirrituðu Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslunnar og Páll Á. Jónsson, framkvæmdastjóri Mílu öryggissamning vegna þjónustu við ljósleiðarakerfi NATO hér á landi.  Samningurinn byggir á kröfum í nýrri reglugerð nr. 959/2012 um vernd trúnaðarupplýsinga, öryggisvottanir og öryggisviðurkenningar á sviði öryggis- og varnarmála.  

Fyrsti dagur strandveiða í dag - fjöldi báta án lögskráningar

2011-12-15,-maeling

Samkvæmt greiningardeild Landhelgisgæslunnar eru nú 60 bátar án lögskráningar á sjó en í dag er fyrsti dagur strandveiða. Landhelgisgæslan brýnir fyrir sjómönnum að hafa þessi mál í lagi enda eru sjómenn ekki tryggðir nema vera lögskráðir.

Síða 2 af 2