Fréttayfirlit: janúar 2014

Þyrla kölluð út vegna fjórhjólaslyss

Nætursjónaukar

Þyrla Landhelgisgæslunnar lenti kl. 20:30 hjá manni sem slasasðist þegar hann velti yfir sig fjórhjóli ofan við Mörtungu austan við Kirkjubæjarklaustur. Maðurinn var fluttur til rannsókna.á Borgarspítalann í Fossvogi.

FGS BONN í langri reynslusiglingu - verður til sýnis við Skarfabakka

FGS BONN, birgða- og flutningaskip þýska flotans kom í morgun til Reykjavíkurhafnar en skipið mun liggja við Skarfabakka meðan á kurteisisheimsókn skipsins stendur. Skipið verður opið til sýnis föstudag og laugardag milli klukkan 13:00-16:00. Meðan skipið er við landið mun það verða við æfingar með Landhelgisgæslunni og björgunarþyrlum finnska flughersins sem auk þess taka þátt í æfingunni Iceland Air Meet 2014.

Flugsveit Norðmanna lenti á Keflavíkurflugvelli

Flugsveit Norðmanna sem mun annast loftrýmisgæslu næstu vikur lenti í dag á Keflavíkurflugvelli. Flugsveitin samanstendur af sex F16 þotum og fylgja henni um 110 liðsmenn. Verkefnið er unnið skv. loftrýmisgæsluáætlun Atlantshafsbandalagsins fyrir Ísland. Flugsveitir frá Finnlandi og Svíþjóð eru væntanlegar til landsins síðar í vikunni og verða hér á landi til 21. febrúar og æfa Norðurlandasamstarfið samhliða loftrýmisgæslunni með Norðmönnum og Íslendingum.

TF-LÍF bjargaði vélsleðamönnum við Drekavatn

TF-LIF, þyrla Landhelgisgæslunnar bjargaði í gærkvöldi tveimur mönnum sem festu vélsleða sína  í krapa við Drekavatn, austan við Þórisvatn. Þyrlan var kölluð út kl. 21:23 og fór í loftið kl. 21:39. Þegar þyrlan kom á staðinn kl. 22:50 hafði öðrum mannanna tekist að komast á fast land en  félagi hans beið á sleðanum um 10 til 20 metra úti í vatni og komst ekki á þurrt land. Báðir mennirnir voru hífðir um borð í þyrluna.

Myndir úr Þorskastríðinu 1976

Hér eru nokkrar myndir úr Þorskastríðinu 1976 sem Landhelgisgæslan fékk nýverið sendar úr myndasafni Daníels Sigurbjörnssonar. Myndatextarnir komu einnig frá honum.

Norskum loðnuskipum fjölgar fyrir austan land

lodna_jpg_640x800_sharpen_q95

Níu norsk loðnuskip eru nú komin til veiða innan íslensku efnahagslögsögunnar og eru þau við leit djúpt A- af Gerpi. Í reglugerð um loðnuveiðar erlendra skipa í fiskveiðilandhelgi Íslands á loðnuvertíðinni 2013/2014 segir að norskum skipum sé heimilt að veiða samtals 40.869 lestir í efnahagslögsögu Íslands

Finnskar björgunarþyrlur komnar til landsins

Í gær komu til landsins tvær finnskar björgunarþyrlur sem munu taka þátt í æfingunni Iceland Air Meet 2014 sem hefst þann 3. febrúar nk. Þyrlurnar voru fluttar til landsins með flutningarskipinu MIMER ásamt ýmsum búnaði sem Norðmenn, Svíar og Finnar munu nota á næstu vikum í tengslum við æfinguna. Finnsku þyrlurnar munu m.a taka þátt í ýmsum æfingum með flugdeild Landhelgisgæslunnar á næstu vikum.

Landhelgisgæslan með erindi á ráðstefnu um Norðurslóðir

Nú stendur yfir í Tromsö í Noregi ráðstefnan Arctic Frontiers þar sem Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar (LHG) hélt erindi um öryggismál á Norðurslóðum og hlutverk Landhelgisgæslu Íslands í þeim breytingum sem framundan eru á þessum vettvangi.  Í erindi hans kom m.a. fram að reynslan af fjölþjóðlegum leitar- og björgunaræfingum sem Landhelgisgæslan hefur  tekið þátt í hefur leitt í ljós að Ísland er augljós kostur fyrir alþjóðlega leitar- og björgunarmiðstöð á Norður-Atlantshafi.

Undirbúningur fyrir æfinguna Iceland Air Meet stendur yfir

Fjölþættur undirbúningur stendur nú yfir fyrir æfinguna „Iceland Air Meet 2014“ (IAM2014) sem mun fara fram samhliða loftrýmisgæslu Atlantshafsbandalagsins við Ísland. Loftrýmisgæslan verður að þessu sinni í umsjón flugsveitar norska flughersins. Sænskar og finnskar flugsveitir taka þátt í æfingunni auk Norðmanna.Hér má sjá mynd og myndskeið sem sýnir flutning finnskrar björgunarþyrlu.

Eitt norskt skip komið til loðnuveiða

Samkvæmt varðstjórum Landhelgisgæslunnar kom eitt norskt loðnuskip til veiða innan íslensku efnahagslögsögunnar aðfaranótt sunnudags. Er skipið nú við leit undan NA-landi. Ekki er vitað um fleiri skip sem eru væntanleg.

Varðskipið Þór verður til sýnis á Seyðisfirði

IMG_1721_fhdr

Varðskipið Þór er væntanlegt  til Seyðisfjarðar á morgun, laugardaginn 18. janúar og er áætlað að varðskipið verði opið til sýnis frá kl. 13:00-18:00. Áhöfn varðskipið mun taka á móti gestum og sýna helstu vistarverur og segja frá búnaði og getu skipsins.

Gæslu- og eftirlitsflug þyrlu um Faxaflóa, Breiðafjörð og Vestfirði

Í gær fór þyrla Landhelgisgæslunnar TF-GNA í gæslu og eftirlitsflug um Faxaflóa, Breiðafjörð og Vestfirði. Eftirlitið hófst norður af Garðskaga þar sem nokkur fjöldi skipa og báta var að veiðum. Þaðan var haldið fyrir Snæfellsnes og inn á Breiðafjörð, flogið var vestur að Straumnesfjalli en þar voru kannaðar skemmdir á fjarskipta- og ferilvöktunarbúnaði.

Norðmenn, Svíar og Finnar koma til landsins vegna Iceland Air Meet 2014

F-4F_BaldurSveins-(3)

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland hefst á ný mánudaginn 27. janúar nk. með komu flugsveitar norska flughersins til landsins. Samhliða loftrýmisgæslunni munu flugsveitir frá Finnlandi og Svíþjóð verða á landinu við æfingar með Norðmönnum og Íslendingum. Það verkefni hefur vinnuheitið „Iceland Air Meet 2014“ (IAM2014) og hefst það föstudaginn 31. janúar með komu sænskra og finnskra flugsveita.  

Óvenju margir við vinnu í flugskýli LHG

_33A2291

Óvenju fjölmennur hópur er þessa dagana við vinnu í flugskýli Landhelgisgæslunnar. Flugvélin TF-SIF er í reglubundinni C-skoðun sem er nokkuð umfangsmikil og er hún í umsjón flugvirkja Landhelgisgæslunnar sem hafa fengið flugvirkja frá Flugfélagi Íslands til aðstoðar. Einnig er Lynx þyrla dönsku varðskipanna í skoðun og fylgir henni um 20 manna hópur flugvirkja.

Varðskip heldur úr höfn til eftirlits

Varðskipið Þór hélt í dag úr Reykjavíkurhöfn og verður á næstunni við eftirlit á íslenska hafsvæðinu. Gert er ráð fyrir að skipið verði staðsett á loðnumiðum og til taks þegar skipin hefja veiðar. 

Þyrlur LHG kallaðar út fjórum sinnum síðastliðinn sólarhring

GNA1_haust2012

Miklar annir hafa verið hjá þyrlusveit Landhelgisgæslunnar sem hefur sinnt fjórum útköllum síðastliðinn sólahring. Fjórir slasaðir voru í gærkvöldi fluttir með þyrlu frá Skógumi. Snemma í morgun sótti þyrlan tvo sjúklinga á Patreksfjörð og var þyrlan kölluð út að nýju skömmu eftir lendingu í Reykjavík til að sækja alvarlega veikan mann um borð í togara 60 sml. frá Reykjanesi. Fjórða útkallið barst síðan skömmu eftir hádegi eftir að umferðarslys varð í Borgarfirði.

Síða 1 af 2