Fréttayfirlit: apríl 2015 (Síða 2)

Týr enn að störfum norður af Líbýu

Varðskipið Týr, sem kallað var til af ítölskum yfirvöldum og Frontex í gær til að sigla til móts við gúmmíbát með hugsanlega flóttamenn um borð, 18 sjómílur norður af Líbýu er enn á svæðinu til eftirlits.

Varðskipið Týr siglir til móts við gúmmíbát norður af Líbýu að beiðni ítalskra yfirvalda og Frontex

Varðskipið Týr hefur fengið beiðni frá ítölskum yfirvöldum í samstarfi við Landamærastofnun Evrópusambandsins, FRONTEX, um að sigla til móts við gúmmíbát norður af Líbýu með hugsanlega flóttamenn um borð.

Óskað aðstoðar þyrlu Landhelgisgæslunnar vegna bílslyss

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst rúmlega hálfníu í kvöld beiðni um aðstoð þyrlu vegna bílslyss undir Ingólfsfjalli.

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland að hefjast

Loftrýmisgæsla Atlantshafsbandalagsins við Ísland hefst að nýju mánudaginn 13. apríl með komu flugsveitar bandaríska flughersins. Alls munu um 200 liðsmenn taka þátt í verkefninu og til viðbótar starfsmenn frá stjórnstöð NATO í Uedem, Þýskalandi.

Varðskipið Týr komið til Sikileyjar með flóttamennina

Varðskipið Týr kom til hafnar í Pozzallo á Sikiley í dag um klukkan tvö að íslenskum tíma með 320 flóttamenn sem áhöfn varðskipsins bjargaði í gær af lekum fiskibát 30 sjómílur norður af Líbýu.

Áhöfnin á Tý bjargaði um 320 flóttamönnum af lekum fiskibát norður af Líbýu - magnaðar myndir frá björgunaraðgerðum

Varðskipið Týr bjargaði í dag um 320 flóttamönnum af fiskibát um 30 sjómílur norður af Líbýu. Áhöfnin hlúir nú að flóttamönnunum en í hópnum eru fjölmargar konur og börn. Varðskipið siglir nú áleiðis til Sikileyjar með flóttamennina.

Áhöfn á TF-LIF, þyrlu Landhelgisgæslunnar sækir veikt barn til Vestmannaeyja

LIF1_HIFR

Áhöfnin á þyrlunni TF-LIF sótti í dag ársgamalt barn til Vestmannaeyja en læknir í Vestmannaeyjum hafði metið það nauðsynlegt að koma barninu sem fyrst á sjúkrahús í Reykjavík. Vegna veðurs var ófært fyrir sjúkraflugvél og var því óskað eftir þyrlu Landhelgisgæslunnar.

Varðskipið Þór komið með flutningaskipið Hauk í tog - siglir áleiðis til Hafnarfjarðar

Varðskipið Þór er nú með flutningaskipið Hauk í togi áleiðis til Hafnarfjarðar en skipið var stjórnvana um fimm sjómílur suður af Dyrhólaey. Var Þór kominn að flutningaskipinu rúmlega eitt í dag og hófst þá þegar vinna við að koma línu á milli skipanna.

Áhöfnin á varðskipinu Tý til bjargar flóttamönnum af fiskibát norður af Líbýu

Áhöfnin á varðskipinu Tý er nú í björgunaraðgerðum um 30 sjómílur norður af Líbýu þar sem talið er að um 200 flóttamenn séu bjargarlausir á fiskibát. 

Varðskipið Þór á leið til aðstoðar flutningaskipinu Hauk sem er stjórnvana suður af Dyrhólaey.

Varðskipið Þór er nú á leið til aðstoðar flutningaskipinu Hauk sem er stjórnvana um fimm sjómílur suður af Dyrhólaey. Mun varðskipið draga Hauk til hafnar.

Þyrla Landhelgisgæslunnar sækir slasaðan vélsleðamann

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst um klukkan 20:20 í kvöld beiðni um þyrlu vegna vélsleðaslyss norðan við Laugarvatn þar sem einn maður hafði slasast. Var þyrlan komin á vettvang um níuleytið.

Landhelgisgæslan fær skemmtilega heimsókn frá Þroskahjálp og Vinnumálastofnun

Það var kátt á hjalla í flugskýli Landhelgisgæslunnar er fulltrúar frá Landssamtökunum Þroskahjálp og Vinnumálastofnun heimsóttu Landhelgisgæsluna nú fyrir skemmstu. Tilefni heimsóknarinnar var að afhenda Landhelgisgæslunni gjöf og vekja um leið athygli á verkefni sem ber heitið „Virkjum hæfileikana-alla hæfileikana“ sem snýst um að skapa störf fyrir fólk í atvinnuleit sem er með skerta starfsgetu.  
Síða 2 af 2