Fréttayfirlit: október 2015

Varðskipið Þór stendur togara að meintum ólöglegum veiðum

Varðskipið Þór

Varðskipið Þór stóð togara að meintum ólöglegum veiðum norður af Vestfjörðum í morgun. Er þetta þriðja skipið sem varðskipið Þór stendur að meintum ólöglegum veiðum í þessari viku en það sem af er ári hefur Landhelgisgæslan merkt talsverða aukningu í landhelgisbrotum.

Yfirmaður sameiginlegra aðgerða sjóherja Atlantshafsbandalagsins heimsækir Landhelgisgæsluna

Mark Fergu­son aðmíráll og sjó­liðsfor­ingi í banda­ríska sjó­hern­um í Evr­ópu og Afr­íku og yfirmaður sameiginlegra aðgerða sjóherja Atlantshafsbandalagsins, heimsótti Landhelgisgæsluna og kynnti sér starfsemi hennar á Öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli.

Samstarfssamningur strandgæslna norðurskautsríkjanna á sviði leitar og björgunar undirritaður

Í dag var undirritaður samstarfssamningur strandgæslna norðurskautsríkjanna á sviði leitar og björgunar. Forstjóri Landhelgisgæslunnar undirritaði samstarfssamninginn fyrir hönd Landhelgisgæslunnar.

Aðgerðabáturinn Óðinn kemur rafmagnslausum bát til bjargar

Aðgerðabátur Landhelgisgæslunnar, Óðinn fór í sitt fyrsta björgunarútkall í dag er hann dró bátinn Konna Konn að landi sem varð rafmagnslaus við Kerlingarskersbaujuna við Suðurnes á Seltjarnarnesi.

Fjölmargir fulltrúar erlendra ríkja í heimsókn hjá Landhelgisgæslunni

Síðustu daga hafa fjölmargir fulltrúar erlendra ríkja heimsótt Landhelgisgæsluna í tengslum við ráðstefnuna Arctic Circle sem haldin var í Hörpu síðastliðna helgi og varðar norðurslóðamál. 

Frakklandsforseti um borð í TF-LIF, þyrlu Landhelgisgæslunnar

Francois Hollande forseti Frakklands flaug í dag ásamt fylgdarliði með TF-LIF, þyrlu Landhelgisgæslunnar. Með í för voru herra Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands, frú Dorrit Moussaieff forsetafrú og fylgdarlið.

Þrír hásetar á varðskipinu Þór ljúka bátastjórnunarnámskeiði

Útskrift Þór

Nú á dögunum luku þrír ungir og vaskir hásetar á varðskipinu Þór bóklegu og verklegu námskeiði til að stjórna Norsafe bátum varðskipsins.

Þyrla Landhelgisgæslunnar flýgur yfir flóðasvæðið við Skaftá

Þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-SYN flaug í morgun að flóðasvæðinu við Skaftá. Með í fluginu voru vísindamenn sem og fulltrúar Almannavarna og lögreglu.

Bátur strandar suðvestur af Stykkishólmi

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst um klukkan 15:14 í dag tilkynning frá bátnum Blíðu/TFVJ sem strandað hafði suðvestur af Stykkishólmi. Þrír menn voru um borð. Þyrla Landhelgisgæslunnar var þegar kölluð út og fór í loftið stuttu síðar.

Íslenskir viðbragðsaðilar tóku þátt í æfingunni Arctic Response

Nýlokið er æfingunni Arctic Response sem fram fór á vestur- og austurströnd Grænlands og á Íslandi. Tilgangur æfingarinnar er að undirbúa og þjálfa viðbragðslið Dana til að takast á við verkefni á Grænlandi. Landhelgisgæslan og fleiri íslenskir viðbragðsaðilar tóku þátt í æfingunni.