Fréttayfirlit: desember 2015

Gleðilegt nýtt ár - annáll Landhelgisgæslunnar 2015

Thor_RVK

Landhelgisgæsla Íslands óskar landsmönnum og samstarfsaðilum gleðilegs nýs árs og þakkar samfylgdina á árinu sem er að líða. Landhelgisgæslan hefur á að skipa öflugu starfsfólki sem leggur allan sinn metnað í að leysa farsællega úr þeim verkefnum sem þeim er treyst fyrir. Við þökkum landsmönnum það traust sem þeir hafa sýnt Landhelgisgæslunni og munum við áfram leggja metnað okkar í að vera til taks - með öryggi og fagmennsku að leiðarljósi. Hér má sjá nokkur atriði úr afar annasömu og viðburðarríku ári í starfsemi Landhelgisgæslunnar.

Þyrla Landhelgisgæslunnar sækir fimm erlenda göngumenn í Emstrur

Rétt fyrir hádegi í dag barst stjórnstöð Landhelgisgæslunnar beiðni frá lögreglunni á Suðurlandi um að þyrla færi í Emstrur að sækja fimm erlenda göngumenn sem hafa verið á göngu yfir miðhálendið undanfarið.

Þyrlan lögð af stað frá Breiðdalsvík

Þyrla Landhelgisgæslunnar er nú lögð af stað frá Breiðdalsvík áleiðis til Reykjavíkur með sjúklinginn frá Neskaupstað sem koma þarf undir læknishendur í Reykjavík.

Erfiðar veðuraðstæður í sjúkraflugi - þyrlunni tekist að komast á Breiðdalsvík

Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur frá því klukkan rúmlega fimm í dag freistað þess að komast á Neskaupstað til að sækja sjúkling sem koma þarf undir læknishendur í Reykjavík. Mikill stormur er á Austfjörðum og meðfram suðurströndinni sem gerir aðstæður allar erfiðar en þyrlunni hefur tekist að komast til Breiðdalsvíkur.

Þyrla Landhelgisgæslunnar í sjúkraflug á Neskaupstað

Í dag kl 17:38 fór þyrla Landhelgisgæslunnar frá Reykjavík áleiðis á Neskaupstað til að sækja nýbura sem koma þarf á sjúkrahús í Reykjavík. Ekki er fært fyrir sjúkraflugvél vegna aðstæðna.

Gleðileg jól

Landhelgisgæslan óskar landsmönnum öllum gleðilegra jóla.

Jólastund starfsmanna Landhelgisgæslunnar  

Starfsmenn Landhelgisgæslunnar komu í gær, fimmtudag saman til árlegrar jólastundar þar sem meðal annars hlýtt var á upplestur jólaguðspjallsins og starfsmenn er hófu töku eftirlauna á árinu heiðraðir.

Fjörutíu ár frá ásiglingu breskra dráttarbáta á varðskipið Þór innan 12 sjómílna landhelgi

Í dag, 11. desember eru liðin 40 ár frá því siglt var á varðskipið Þór af breskum dráttarbátum í mynni Seyðisfjarðar. Skipherrann á Þór, Helgi Hallvarðsson tók þá ákvörðun að skjóta að bátunum sem hrökkluðust í burtu. Þór stórskemmdist en engin slys urðu á áhöfn varðskipsins.

Vökul augu varðstjóra í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar - Þór sendur á vettvang

Varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar stóðu vaktina í óveðurstíðinni og fylgdust vel með allri skipaumferð um miðin en reynsla þeirra og þekking á aðstæðum hefur oftar en ekki skipt sköpum í aðstæðum eins og mynduðust í veðurofsanum.

Mikill viðbúnaður vegna neyðarkalls í Eyjafirði

Um kl. 14:45 í dag heyrðu varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar að kallað var í tvígang „MAYDAY, MAYDAY“ á rás 16, neyðar- og uppkallsrás skipa og báta. Kallið kom inn á móttökuloftnet sem staðsett er á Vaðlaheiði austan megin við Eyjafjörð.