Fréttayfirlit: febrúar 2016

Þyrla Landhelgisgæslunnar kölluð út vegna bílveltu

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst klukkan 15.26 í dag beiðni um aðstoð þyrlu vegna alvarlegs bílslyss á Stykkishólmsvegi austan við Álftafjörð en þar höfðu erlendir ferðamenn velt bíl sínum

TF-LIF sækir slasaðan skipverja um borð í erlent flutningaskip

TF-LIF er nú á leið að erlenda flutningaskipinu LEU sem statt er um 50 sjómílur suður af Kötlutanga til að sækja slasaðan skipverja.

Bátur strandar undan Álftanesi

_MG_0659

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst rétt fyrir klukkan fjögur í dag beiðni um aðstoð í gegnum neyðar- og uppkallsrás VHF 16 frá bát sem strandað hafði undan Álftanesi en leki hafði komið að vélarrúmi bátsins.

Hressilegar vindhviður á Bolafjalli og Gunnólfsvíkurfjalli

Vindhviður á ratsjár- og fjarskiptastöðvunum á Bolafjalli og Gunnólfsvíkurfjalli geta oft verið afar öflugar eins og raunin varð fyrir skemmstu er vindhviður fóru vel yfir 70 metra á sekúndu.

Björgunarþyrla kanadíska flughersins við æfingar á Íslandi

Björgunarþyrla kanadíska flughersins er við æfingar á Íslandi þessa dagana en um er að ræða Agusta Westland CH-149 Cormorant björgunarþyrlu. Þyrlan sinnir leit og björgun á Atlantshafi á svæði sem liggur að björgunarsvæði Íslands. Tilgangur heimsóknarinnar er að efla samskipti þyrlusveita landanna og efla getu þeirra beggja til að sinna leit og björgun á mótum björgunarsvæðanna.

Flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF við landamæraeftirlit á Miðjarðarhafi

Flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF er nú við landamæraeftirlit fyrir Frontex, landamærastofnun Evrópusambandsins. Flugvélin er staðsett á Sigonella á Sikiley og verður þar út mánuðinn. Störf áhafna varðskipa og flugvélar Landhelgisgæslunnar fyrir Frontex sl. ár eru afar öflugt framlag Íslands til leitar- og björgunarstarfa á syðri mörkum Schengen svæðisins sem hafa verið undir miklu álagi undanfarin ár

112-dagurinn er í dag

112- dagurinn er í dag og efna Neyðarlínan og samstarfsaðilar 112-dagsins til afmælishátíðar kl. 16:00 í tilefni af 20 ára afmæli neyðarnúmersins. Dagskráin fer fram í bílageymslu SHS, Björgunarmiðstöðinni Skógarhlíð.

Víðtækt hlutverk stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar í tengslum við loðnuveiðarnar

_MG_0659

Varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar, sem jafnframt er sameiginleg eftirlitsstöð Landhelgisgæslunnar og Fiskistofu með tilliti til fiskveiða, hafa í nógu að snúast meðan loðnuveiðar erlendra skipa standa yfir í íslensku efnahagslögsögunni. Starfsmenn í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar hafa fjölbreytta og víðtæka þekkingu og reynslu. Þeir eru því vel í stakk búnir til að vera í samskiptum við sjómenn og veita þeim þá þjónustu sem þörf er á eða leiðbeina þeim hvert leita skuli með tiltekin mál.

Varðskipið Þór sækir sjúkling um borð í norskt loðnuskip og þyrlan TF-GNA sækir slasaða göngumenn

Varðskipið Þór

Talsverður erill hefur verið hjá Landhelgisgæslunni í dag en varðskipið Þór sótti sjúkling um borð í norskt loðnuveiðiskip og þyrlan TF-GNA sótti tvo slasaða göngumenn á Skarðsheiði.

Varaforstjóri Frontex heimsækir Landhelgisgæsluna

Berndt Körner, varaforstjóri Frontex, Landamærastofnunar Evrópu heimsótti Landhelgisgæsluna í dag. Körner er staddur hér á landi og kynnti sér meðal annars starfsemi Landhelgisgæslunnar og ræddi þátttöku hennar í landamæraeftirliti og leit og björgun á Miðjarðarhafi.

Varðskipið Þór við eftirlit á loðnumiðum

Varðskipið Þór hefur verið við eftirlit undan Norðausturlandi undanfarna viku, meðal annars í tengslum við loðnuvertíðina. Eins og staðan er í dag er einungis eitt íslenskt loðnuveiðiskip að veiðum, eitt grænlenskt, eitt færeyskt og tíu norsk en þrjú önnur norsk loðnuveiðiskip hafa tilkynnt komu sína.