Fréttayfirlit: 2017 (Síða 2)

Fjallaljón og gaupa saman á flugi

Þyrla Landhelgisgæslunnar og Lynx-þyrla danska sjóhersins flugu saman á laugardag. Danirnir skipta nú Lynx-þyrlunum út fyrir nýrri þyrlur af gerðinni Sikorsky Seahawk. 

Fórnarlamba umferðarslysa minnst

Þyrla Landhelgisgæslunnar tók þátt í minningarathöfn um þá 1.545 sem látist hafa í umferðinni á Íslandi. Forseti Íslands þakkaði þeim sem sinna björgun og aðhlynningu þegar slys verða. 

Líf og fjör um borð í Tý

Rafmögnuð spenna ríkti um borð í varðskipinu Tý á sunnudagskvöldið þegar áhöfnin efndi til bingós. Í síðastliðinni viku var skipsbjöllunni hringt í þágu friðar og baráttu gegn einelti. 

Þyrlan í rjúpnaveiðieftirliti

Landhelgisgæslan og lögreglan á Suðurlandi sinntu eftirliti með rjúpnaveiðum um helgina. Afskipti voru höfð af veiðimönnum innan þjóðgarðsins á Þingvöllum en að öðru leyti voru allir með sín mál í lagi. 

Ásgeir Trausti kastar plötu í sjóinn

Áhöfnin á TF-GNA tók þátt í skemmtilegu verkefni með tónlistarmanninum Ásgeiri Trausta, RÚV og verkfræðistofunni VerkÍs fyrir helgi. Hylki með hljómplötu var varpað í hafið til þess að vekja athygli á mengun sjávar.

Þyrlan sótti slasaðan mann í Þistilfirði

Þyrla LHG flutti í gærkvöld mann sem slasaðist á fjórhjóli í Þistilfirði á sjúkrahús á Akureyri. Beiðni um aðstoð þyrlu vegna týndra fjárleitarmanna á Ströndum var afturkölluð. 

Hrósmiðar og hamborgarar á starfsmannafundi

Hrósmiðar og hamborgarar settu svip sinn á fjölsóttan starfsmannafund Landhelgisgæslunnar sem haldinn var í gær í flugskýli 2 á Reykjavíkurflugvelli. Þar var meðal annars kynnt tillaga að nýju skipuriti og stórafmælisbörn heiðruð.

Umhverfisvænn Týr eins og nýr

Varðskipið Týr er eins og nýtt eftir að hafa fengið hressilega yfirhalningu í slippnum á Akureyri. Skipsbotninn var málaður með sérstakri silíkonmálningu sem er mun umhverfisvænni en aðrar tegundir botnmálningar. Með endurbótunum verður skipið sparneytnara og mengar minna. 

Þór hafði afskipti af farþegabáti

Varðskipið Þór hafði afskipti af farþegabáti á sundunum á Kollafirði í gærkvöld. Haffærisskírteini bátsins var útrunnið, lögskráningu áhafnar ábótavant og um borð voru næstum því fjórfalt fleiri farþegar en áður útgefið farþegaleyfi heimilaði. 

Lögfræðingar í sjómælingatúr

Í vikunni fór fram hér á landi málstofa á vegum NATO Center of Exellence of Operations in Confined and Shallow Waters. Á þriðja tug lögfræðinga frá aðildarríkjunum tóku þátt og fórur nokkrir þeirra í siglingu um Kollafjörð með sjómælingabátnum Baldri. 

Sjávarfallatöflur og almanak 2018 komin út

Sjávarfallatöflur fyrir árið 2018 eru komnar út. Sjávarfallaalmanak fyrir árið 2018 er sömuleiðis komið út. Sjávarfallatöflurnar hafa að geyma sjávarfallaspá fyrir Reykjavík, Ísafjörð, Siglufjörð, Djúpavog og Þorlákshöfn.

Vel heppnuð Northern Challenge-æfing

Northern Challenge 2017, alþjóðlegri æfingu sprengjusérfræðinga sem fram fór hér á landi, lauk undir lok nýliðinni viku. Er það mál þeirra sem að æfingunni komu að hún hefði heppnast einstaklega vel en aldrei hafa svo margir tekið þátt í henni.

Yfir tuttugu túnfiskveiðiskip suður af landinu

Á þriðja tug erlendra skipa eru nú á túnfiskveiðum á samningssvæði Norðaustur-Atlantshafs fiskveiðinefndarinnar, NEAFC-svæðinu svonefnda, suður af íslensku lögsögumörkunum. Þetta kom í ljós í eftirlitsflugi flugvélar Landhelgisgæslunnar í vikunni. 

LHG á starfsgreinakynningu á Suðurnesjum

Fulltrúar Landhelgisgæslunnar voru á meðal þeirra sem kynntu grunnskólanemendum á Suðurnesjum og öðrum áhugasömum starfsemi sína í vikunni. Samband sveitarfélaga á Suðurnesjum gekkst fyrir viðburðinum. 

Viðurkenningar veittar vegna skútubjörgunar

Áhöfn rannsóknaskipsins Árna Friðrikssonar, flugmenn flugvélar Isavia og stjórnandi og varðstjórar í stjórnstöð LHG hlutu í morgun viðurkenningu bandarísku strandgæslunnar fyrir þátt sinn í björgun áhafnar bandarísku skútunnar í sumar. 

Ísbreiðan óvenju norðarlega í ár

Ísbreiðan á Norðurskautinu er talsvert norðar en hún var um sama leyti í fyrra. Á sama tíma hafa margar tilkynningar borist frá sjófarendum um borgarísjaka norðvestur af landinu. 

Síða 2 af 7