Fréttayfirlit

Varðskipið Þór með Akurey í togi á leið til Reykjavíkur

Img_0135

Varðskipið Þór er nú með ísfisktogarann Akurey AK 10 í togi á leið til hafnar í Reykjavík eftir að skipið varð vélarvana. Vel gekk að koma taug á milli skipanna en gert er ráð fyrir að Þór verði kominn með Akurey til Reykjavíkur um hádegisbil á morgun.

Sigurður Steinar sæmdur fálkaorðunni

1053914

Sigurður Steinar Ketilsson, fyrrverandi skipherra, var í gær sæmdur heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu fyrir framlag til landhelgisgæslu og björgunarstarfa.

Forseti Íslands ferðast með varðskipi til Hrafnseyrar

Img_0606

Forseti Íslands, herra Guðni Th. Jóhannesson, steig á skipsfjöl á varðskipinu Þór síðdegis ásamt fylgdarliði. Forseti heimsækir Hrafnseyri við Arnarfjörð í fyrsta sinn síðan ​hann tók við embætti en áætlað er að Þór verði kominn vestur í fyrramálið.

Hafís um 3 sjómílur frá Horni

Screen-shot-2018-06-11-at-20.06.21
TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, fór í ískönnunareftirlit í dag. Flugið leiddi það í ljós að næst landi var hafísinn um þrjár sjómílur norðaustur af Horni en töluvert íshrafl er út frá meginísröndinni. 


Sigmenn Landhelgisgæslunnar héldu vel heppnaða ráðstefnu

Ljosmynd-4

Sigmenn Landhelgisgæslunnar höfðu veg og vanda af skipulagningu ráðstefnu EURORSA, Evrópusamtaka sig- og björgunarmanna, sem fram fór í Reykjavík nú um helgina. Æfing í ytri höfn Reykjavíkur var lokahnykkurinn á vel heppnaðri helgi.

Þyrlurnar sinntu tveimur útköllum í gær

Ljosmynd-3
Þyrlur Landhelgisgæslunnar, TF-GNA og TF-SYN, sinntu tveimur útköllum síðdegis í gær. Annars vegar var óskað eftir aðstoð þyrlu Landhelgisgæslunnar vegna drengs sem slasast hafði á Hellissandi og hins vegar var þyrlan kölluð út vegna sjómanns sem hafði orðið fyrir slysi suður af Hornafirði.

Áhöfnin á Baldri aðstoðar vélarvana skemmtibát á Breiðafirði

Vélarvana skemmtibátur sem staddur var á Breiðafirði óskaði eftir aðstoð Landhelgisgæslunnar laust eftir klukkan níu í morgun. Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar kallaði sjómælingabátinn Baldur út en hann var staddur við Brjánslæk. Baldur dró bátinn til Brjánslækjar og var kominn þangað aftur með skemmtibátinn tæpri klukkustund eftir að útkallið barst.

TF-SIF fór í ískönnunarleiðangur

Screen-shot-2018-06-08-at-16.17.26


TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, hélt í ískönnunarleiðangur ásamt sérfræðingum frá Háskóla Íslands og Veðurstofunni í morgun. Þar kom í ljós að meginbrún hafíssins liggur nú um 23 sjómílur frá Kögri en ísdreifar sáust 2,5 sjómílur frá Horni. 

Hafísinn virðist vera 7 sjómílur frá Horni

Hafis_20180607_0814
Ný gervitunglamynd sýnir að hafísinn sem verið hefur við landið virðist vera um 7 sjómílur frá Horni. TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar fer í ískönnunarleiðangur á morgun þar sem lega íssins verður skoðuð nánar. Mikilvægt er að sjófarendur séu meðvitaðir um legu íssins á þessum slóðum.

Hafísinn færist í norðaustur

Screen-shot-2018-06-05-at-16.45.48
Hafísinn sem verið hefur nærri landi undanfarna daga er nú 15 sjómílur norður af Kögri þar sem hann er næstur landi. Ísinn virðist vera að færast í norðaustur en ísdreifar eru allt að 11 sjómílur frá landi.

Hafísinn færist nær

Hafis_1528192892482

Mikilvægt er að sjófarendur séu meðvitaðir um legu hafíssins sem er nú 12 sjómílur frá Horni þar sem hann er næstur landi. TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, fer í annan ískönnunarleiðangur síðar í dag.

Landhelgisgæslan varar sjófarendur við hafís nærri landi

Hafis

TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar hélt í eftirlitsflug út fyrir vestfirði í dag til að kanna stöðu hafíss við landið. Leiðangurinn staðfesti að hafís er óvenju nærri landi. Næst var ísinn 12,5 sjómílur norður af Hælavíkurbjargi.

Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur

34284688_10213068333808324_6348027131674492928_o
Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur í dag. Starfsmenn Landhelgisgæslunnar tóku þátt í minningarathöfnum í Fossvogskirkjugarði og í Ísafjarðardjúpi í morgun. Auk þess gengu þeir í fylkingu til sjómannamessu í Dómkirkjunni og venju samkvæmt æfði þyrlusveitin hífingar með björgunarsveitum víða um land.

TF-GNÁ flutti tvo á sjúkrahús eftir flugslys í Kinnarfjöllum

2b87491ee2842c41d2c648a79e3198a841a921bce49afa71c64c770b9e4c040f_713x0
TF GNÁ, þyrla Landhelgisgæslunnar flutti tvo á Sjúkrahúsið á Akureyri eftir flugslys í Kinnarfjöllum.

Sex fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar í dag

Áhöfn þyrlu Landhelgisgæslunnar sinnti þremur útköllum í dag. Fjórir voru fluttir slasaðir með þyrlunni eftir umferðarslys við Hítará á Mýrum og skömmu síðar flutti þyrlan konu sem slasast hafði við Gullfoss. Þá flutti þyrlan dreng á sjúkrahús í Reykjavík eftir slys í Rangárvallasýslu. Alls voru því sex fluttir á sjúkrahús með þyrlu Landhelgisgæslunnar í dag.

Týr aðstoðar vélarvana bát í Fljótavík

Img_0741-2-_1527782074921

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst á níunda tímanum í morgun tilkynning um að bátur væri vélarvana norður af Hornvík. Skipverjar á Tý fóru með rafgeymi frá varðskipinu yfir í hinn vélarvana bát. Allt gekk að óskum og eftir að búið var að setja nýjan rafgeymi í bátinn sigldi hann fyrir eigin vélarafli til Bolungarvíkur.

Síða 1 af 3