Fréttayfirlit: júní 2018 (Síða 2)

Hafísinn færist í norðaustur

Screen-shot-2018-06-05-at-16.45.48
Hafísinn sem verið hefur nærri landi undanfarna daga er nú 15 sjómílur norður af Kögri þar sem hann er næstur landi. Ísinn virðist vera að færast í norðaustur en ísdreifar eru allt að 11 sjómílur frá landi.

Hafísinn færist nær

Hafis_1528192892482

Mikilvægt er að sjófarendur séu meðvitaðir um legu hafíssins sem er nú 12 sjómílur frá Horni þar sem hann er næstur landi. TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar, fer í annan ískönnunarleiðangur síðar í dag.

Landhelgisgæslan varar sjófarendur við hafís nærri landi

Hafis

TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar hélt í eftirlitsflug út fyrir vestfirði í dag til að kanna stöðu hafíss við landið. Leiðangurinn staðfesti að hafís er óvenju nærri landi. Næst var ísinn 12,5 sjómílur norður af Hælavíkurbjargi.

Sjómannadagurinn haldinn hátíðlegur

34284688_10213068333808324_6348027131674492928_o
Sjómannadagurinn var haldinn hátíðlegur í dag. Starfsmenn Landhelgisgæslunnar tóku þátt í minningarathöfnum í Fossvogskirkjugarði og í Ísafjarðardjúpi í morgun. Auk þess gengu þeir í fylkingu til sjómannamessu í Dómkirkjunni og venju samkvæmt æfði þyrlusveitin hífingar með björgunarsveitum víða um land.

TF-GNÁ flutti tvo á sjúkrahús eftir flugslys í Kinnarfjöllum

2b87491ee2842c41d2c648a79e3198a841a921bce49afa71c64c770b9e4c040f_713x0
TF GNÁ, þyrla Landhelgisgæslunnar flutti tvo á Sjúkrahúsið á Akureyri eftir flugslys í Kinnarfjöllum.
Síða 2 af 2