Æfðu reykköfun um borð í togara

Áhöfn varðskipsins Týs æfði reykköfun og slökkvistörf um borð í Stefni ÍS-28

  • 40017352_484034478732835_6494665303799103488_n


Varðskipið Týr kom á dögunum til hafnar á Ísafirði vegna verkefna á Straumnesfjalli. Áhöfn varðskipsins notaði tækifærið til æfinga um borð í togaranum Stefni ÍS-28 en skipstjóri togarans veitti varðskipsmönnum góðfúslegt leyfi til þess. Ákveðið var að æfa reykköfun og slökkvistörf um borð í skipinu.


Farið var með búnað og mannskap um borð í togarann og líkt eftir raunverulegu óhappi. Búnaðurinn var fluttur á milli með bátum og farið um borð á síðu skipsins. Stjórnandi og reykköfunarteymið fóru um borð og leituðu að týndum „manni“ í fyrir fram ákveðnu rými í skipinu auk þess sem dælubúnaði til slökkvistarfa var komið fyrir.  

Áhöfn togarans tók einnig þátt í æfingunni og veitt upplýsingar um skipið og svæðin sem fara þurfti um. Reykkafara fundu hinn „týnda“ fljótt og hann fluttur til aðhlynningar.


Æfingin tókst afar vel og er nauðsynleg svo unnt sé að bregðast við óvæntum atburðum um borð í skipum.

40028941_555601021525020_1997998389299511296_nSamstarf varðskipsmanna og áhafnar togarans gekk vel á æfingunni. 

40088291_278384532766780_7370309423492759552_nÆfingar sem þessar eru mikilvægar svo áhafnir varðskipanna geti alltaf verið til taks þegar eldur kemur upp um borð í skipum.

40040044_261066991397021_9198723829428387840_nVarðskipsmenn koma búnaði fyrir um borð í togaranum.

39976842_1862499477151066_1963903860867072000_nÁhöfnin á Tý að störfum á þilfari Stefnis ÍS-28.

40021573_258590801435091_2830485672580612096_nSjúkrabörum var komið yfir í Stefni þar sem hinum 

„slasaða“  var komið fyrir.

40025092_1897936163845377_5663512909238501376_nMjög mikilvægt er að áhafnir varðskipanna æfi reykköfun reglulega.

39962173_2251257638441803_6593230611354222592_nÁhöfn togarans tók einnig þátt í æfingunni og veitt upplýsingar um skipið og svæðin sem fara þurfti um. 

39961488_262068694515598_6793277650992365568_nÁhöfnin á varðskipinu Tý.

39969554_2163269973746440_7139527773978099712_nBúnaður var fluttur á milli með bátum og farið um borð á síðu skipsins.

Vardskipid-tyrVarðskipið Týr.