Bátur strandar á Lönguskerjum í Skerjafirði

  • _MG_0659

Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar barst nú um hálftólf tilkynning í gegnum fjarskiptamiðstöð lögreglu um strandaðan bát á Lönguskerjum í Skerjafirði. Þá þegar kallaði stjórnstöð Landhelgisgæslunnar út sjóbjörgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar til að kanna málið. Báturinn er ekki í ferilvöktun og því ekki í kerfum Landhelgisgæslunnar. 

Lögreglumenn á landi gátu lesið skráningarnúmer bátsins með kíki og tókst þá stjórnstöð Landhelgisgæslunnar að ná í eiganda bátsins. Kom þá í ljós að tveir bátar voru saman á ferð og hafði annar þeirra strandað. Hinn báturinn náði að taka þá sem um borð voru í strandaða bátnum yfir til sín. Verður þess freistað að ná bátnum lausum þegar fellur að.