Fjallaæfing með þyrlusveit

Einstakt 360 gráðu sjónarhorn af æfingu þyrlusveitar.

  • Sigmadur

24.4.2020 Kl: 14:54

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar æfir reglulega á landi og á sjó. Á dögunum var sveitin á ferðinni í Jökulgiljum á Fjallabaki þar sem hefðbundin fjallaæfing fór fram í rjómablíðu. Kolbeinn Guðmundsson, stýrimaður og sigmaður, Landhelgisgæslunnar var með 360 gráðu myndavél á æfingunni sem veitir sérstaklega skemmtilegt sjónarhorn og sýnir vel hvernig æfing sem þessi fer fram.

Fjallaæfing

SigmadurKolbeinn Guðmundsson, sigmaður hjá Landhelgisgæslunni.