Landhelgisgæslan fylgist með hafís

Hafís er nú kominn inn fyrir lögsögumörk Íslands út af Vestfjörðum. Landhelgisgæslan fylgist vel með ísnum og er farið reglulega í eftirlit um svæðið á eftirlitsflugvél Landhelgisgæslunnar TF-SIF. Í gær var flogið um svæðið og var ísinn þá næst landi um 35 sjómílur norðnorðvestur af Straumnesi. Talsverður ís er á svæðinu miðað við undanfarin ár á þessum árstíma. 

Upplýsingum um hafísinn er miðlað til Veðurstofu Íslands, Jarðvísindadeildar Háskóla Íslands og dönsku herstjórnarinnar sem annast leit og björgun á grænlensku hafsvæði. Sjófarendur eru hvattir til að fylgjast með hafísfréttum á http://www.vedur.is/hafis/tilkynningar

Meðfylgjandi myndir voru teknar af áhöfninni með eftirlitskerfum flugvélarinnar og sést þar vel í ísbreiðuna.

 
Hafísinn er talsverður á þessum slóðum.
 
Tekið úr flugvél Landhelgisgæslunnar, TF-SIF.
 
Sjófarendur eru hvattir til að fylgjast vel með upplýsingum um hafís.