Landhelgisgæslan æfir með sérsveit Ríkislögreglustjórans og Delta sveit norsku lögreglunnar

  • Æfing LHG með sérsveit RLS og Delta sveit norsku lögreglunnar

Mánudagur 18. júní 2007.

Nýlega æfði Landhelgisgæslan með sérsveit Ríkislögreglustjórans og Delta sveit norsku lögreglunnar. Æfingin var haldin í Hvalfirði.

Landhelgisgæslan og Ríkislögreglustjórinn gerðu með sér samstarfssamning 28. febrúar 2006 sem sagt er frá á heimasíðu LHG á slóðinni:
/starfsemi/stjornsyslusvid/frettir/nr/217

Á grundvelli samningsins eru haldnar sameiginlegar æfingar enda margvísleg verkefni þessara tveggja löggæslustofnana sem skarast og nauðsynlegt að samstarf sé gott. Norska lögreglan og Ríkislögreglustjórinn hafa verið í nánu samstarfi allt frá árinu 1982 sem felst meðal annars í skiptiþjálfun. Af þessum sökum tekur norska lögreglan þátt í æfingum með Landhelgisgæslunni og Ríkislögreglustjóranum.  Önnur æfing með sömu þátttakendum er fyrirhuguð á næstunni.

Af hálfu Landhelgisgæslunnar tóku áhafnir á björgunarþyrlunum Gná og Líf þátt og jafnframt áhöfnin á varðskipinu Tý.  Magnús Örn Einarsson yfirstýrimaður á björgunarþyrlunni Líf tók myndirnar og tala þær sínu máli.

Dagmar Sigurðardóttir
lögfræðingur/upplýsingaftr.

Æfing LHG með sérsveit RLS og Delta sveit norsku lögreglunnar

Æfing LHG með sérsveit RLS og Delta sveit norsku lögreglunnar

Æfing LHG með sérsveit RLS og Delta sveit norsku lögreglunnar í júní 2007.

Æfing LHG með sérsveit RLS og Delta sveit norsku lögreglunnar í júní 2007.

Æfing LHG með sérsveit RLS og Delta sveit norsku lögreglunnar í júní 2007.


Æfing LHG með sérsveit RLS og Delta sveit norsku lögreglunnar í júní 2007.

Æfing LHG með sérsveit RLS og Delta sveit norsku lögreglunnar í júní 2007.