Þyrludraumar vísindakonu

  • Thorben Lund sigmaður/stýrimaður

Föstudagur 29. júní 2007.

Áhöfn Landhelgisgæsluþyrlunnar Gnár bárust í gær þakkir frá áhöfninni á bandaríska rannsóknaskipinu Knorr. Gná hafði ferjað nýjan rannsóknakapal til skipsins í stað kapals sem hafði skemmst og sótti einnig bátsmanninn sem var meiddur á fæti og kom honum til læknis á Landspítala Háskólasjúkrahúsi í Fossvogi.

Bandaríska hafrannsóknastofnunin WHOI (Woods Hole Oceanographic Institution) gerir út rannsóknaskipið Knorr sem er í eigu bandaríska sjóhersins og er skipið nú við hafrannsóknir á Reykjaneshrygg. Leiðangurinn hófst 15. júní og lýkur 15. júlí næstkomandi. Skipið er nokkuð þekkt því að vísindamennirnir, m.a. frá WHOI, sem fundu flakið af Titanic árið 1985 sigldu Knorr.

Nýlega skemmdist kapall á skipinu sem notaður er við hafrannsóknir. Þá voru góð ráð dýr því að rannsóknirnar hefðu tafist um of ef skipið hefði þurft að sigla í land. Landhelgisgæslan var því beðin að aðstoða við að koma nýjum kapli um borð og jafnframt að taka frá borði bátsmanninn Peter sem kenndi sér meins í fæti. Skipstjórinn taldi nauðsynlegt að koma honum undir læknis hendur.

Landhelgisgæsluþyrlan Gná fór í verkefnið samhliða eftirliti og gekk það mjög vel. Í gær barst þakkarkveðja til áhafnarinnar á Gná frá áhöfn Knorr og flokki vísindamanna um borð. Um leið var sagt frá því að á netinu væri heimasíða þar sem greint er frá vísindaleiðangrinum og að áhöfnin hefði bloggað um komu þyrlunnar. Það er ein af vísindakonunum í áhöfninni, Breton Frazer, sem bloggar um hetjur og bjarganir.  Sjá textann hér á eftir:

After my afternoon watch?

To be perfectly honest, I was not planning to be impressed.  So it’s a helicopter.  Big whoop.  In actuality, it was so much more than a helicopter.  It was a rescue mission.  These guys were hardcore – and this was a day at the beach for them.  Nice weather, stable ship, no time limit.  They made it look so easy.  They swooped in and hovered over the main deck as they lowered and our crew secured a cable.  Down swung an orange survival-suited hero.  Next came our new replacement cables in a Fed Ex labeled box (cue production crew to film commercial “where ever you are? we get it to you”).  Up swung Peter.  I was so jealous, I was looking for something to break my leg with so I could be “rescued” too.  A few minutes later the dreamy (hey, give me a break?gut reaction) guard retraced his trip and slid back into the helicopter like the professional he was.  Damn.  All I could think was “I want to be him”.  I was a 12 year old and they were the NASA crew of Apollo 11.  Off they flew, taking my dreams of joining the coast guard with them.  We plopped Maggie back in the water and 30 minutes later we were back on track.  Sigh.  Back to mowing the lawn. 

Hetjur háloftanna á Gná, Jan Allebo flugstjóri, Lárus Helgi Kristjánsson flugmaður, Thorben Lund stýrimaður/sigmaður, Sverrir Erlingsson flugvirki/spilmaður og Hlynur Þorsteinsson læknir verða sjálfsagt ekki leiðir við lestur þessarar frásagnar:

Bloggið í heild er á eftirfarandi slóð:

http://www.soest.hawaii.edu/HIGP/Faculty/hey/rr2007/dailylog.html

Meðfylgjandi er svo myndin af Thorben í loftfimleikum sem fylgir blogginu en ef rennt er yfir myndina á netinu, kemur í ljós að vísindakonan hefur skírt hana ,,Dreamy Guy“.

Thorben Lund sigmaður/stýrimaður

Dagmar Sigurðardóttir
lögfræðingur/upplýsingaftr.