Öryggisþjálfun áhafna og kafara

  • Þyrluhermir_Aberdeen_sept07

Þriðjudagur 2. október 2007

Í síðastliðinni viku fór hluti áhafna loftfara og kafara Landhelgisgæslunnar til öryggisþjálfunar til Falck Nutec, í Aberdeen í Skotlandi. Þjálfun þessi er hluti af reglubundinni þjálfun áhafna og snýst þessi hluti um að komast út úr þyrlu sem lent hefur í sjó eða vatni (e. Aircraft Underwater Escape & Short Term Air Supply System (STASS)). Æfð eru viðbrögð áhafnar við þess háttar slysi og farið yfir reglur þar að lútandi. Áhöfnin fer í þyrluhermi sem síðan er settur á kaf í vatn og þurfa þáttakendur að bjarga sér út, eftir ákveðnum reglum. Á meðfylgjandi myndum, sem Marvin Ingólfsson tók, má sjá mannskapinn við æfingar í þyrluherminum.


Þyrluhermir_Aberdeen_sept07
Þyrluhermirinn
Oryggisnamsk_flugd_Aberdeen_sept07
Farið yfir ferlið
Oryggisthjalfun_flugd_Aberdeen_sept07
Út úr vélinni..
Ut_ur_thyrluhermi_i_vatni


SRS 02.10.2007