Varðskip tekur Erling KE-140 vélarvana í tog

  • Erling_KE_tekin_i_tog

Fimmtudagur 18. Október 2007

Um kl. 13:21, tilkynnti fiskiskipið Erling KE-140, kallmerki TFFB, til Vaktstöðvar siglinga og stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar, að vélarbilun væri um borð. Skipið var þá statt um 19 sjómílur SSA frá Malarrifi. Erling KE-140 er um 37 metrar að lengd. Varðskip Landhelgisgæslunnar var komið með bátinn í tog um kl. 18:20 og eru skipin á leið til lands. Skipin koma til Hafnarfjarðar síðar í nótt en töluverður vindur, 32-34 m/s er nú á svæðinu.

Erling_KE_tekin_i_tog
Erling KE 140 tekinn í tog af varðskipi.
Mynd: Guðmundur St. Valdimarsson

Landhelgisgæslan

SRS 18.10.2007