Vélarvana dragnótarbátur tekinn í tog

  • Jon_a_Hofi_i_togi_24112007

Laugardagur 24. nóvember 2007

Um klukkann 8:00 í morgun bárust Vaktstöð siglinga/ stjórnstöð Landhelgisgæslunnar boð frá Jóni á Hofi ÁR-62, sem var vélarvana um 25 sjómílur NV af Garðskaga. Jón á Hofi er 35 metra, 334 brl. dragnótarbátur með 8 manns í áhöfn (leiðrétt 26.11.2007 SRS). Varðskip fór á staðinn og kom taug í skipið um klukkan 11:15. Varðskipið er með Jón á Hofi í togi, ferðin sækist vel og eru skipin væntanleg til Reykjavíkur um eftirmiðdaginn.

Meðfylgjandi myndir tók Guðmundur St. Valdimarsson, bátsmaður.

Jon_a_Hofi_i_togi_24112007_linubyssa
Sigurður Ó. Óskarsson stýrimaður og Rafn Sigurðsson háseti tilbúnir
með línubyssuna
Jon_a_Hofi_i_togi_24112007_linubyssa2
Línan skýst yfir
Jon_a_Hofi_i_togi_24112007_lina_yfir
Línan komin í Jón á Hofi
Jon_a_Hofi_i_togi_24112007_spildekk
Af spildekki varðskipsins, þaðan sem dráttartauginni er slakað út
Jon_a_Hofi_i_togi_24112007
Jón á Hofi kominn í tog
Myndir: Guðmundur St. Valdimarsson bátsmaður


SRS 24.11.2007