Dómsmálaráðherra Noregs og sendiherra Noregs á Íslandi heimsækja Landhelgisgæsluna. Samstarfssamningur um þyrlukaup.

  • BB_KS_undirritun_301120070001

Föstudagur 30. nóvember 2oo7

Í dag heimsóttu norski dómsmálaráðherrann, Knut Storberget og Margit Tveiten sendiherra Noregs á Íslandi, ásamt fylgdarliði, Landhelgisgæsluna. Tilefni heimsóknarinnar var samstarfssamningur sem ráðherrann og Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra undirrituðu, í morgun, um samstarf Íslands og Noregs um kaup og rekstur nýrra langdrægra björgunarþyrla. Gert er ráð fyrir að Ísland kaupi þrjár nýjar björgunarþyrlur en Noregur 10 -12. Stefnt er að afhendingu þyrlanna á árunum 2011-2014. Með þessari samvinnu Norðmanna og Íslendinga nást fram hagstæðari samningar auk ýmiskonar hagræðis, bæði við innkaup og rekstur þyrlanna. Þar skiptir mestu máli viðhaldsþjónusta og þjálfun flugmanna og flugvirkja.

Gestirnir kynntu sér starfsemi Landhelgisgæslunnar og samstarf allra aðila í Björgunarmiðstöðinni Skógarhlíð; Almannavarna, Neyðarlínunnar 112, Samskiptamiðstöð Lögreglunnar og Slysavarnafélagsins Landsbjargar.

BB_KS_undirritun_301120070001
Knut Storberget og Björn Bjarnason undirrita samkomulagið
í Þjóðmenningarhúsinu
Norski_domsmrh_heims_301120070001
Ásgrímur L. Ásgrímsson kynnir starfsemina fyrir gestunum

SRS 30.11.2007