Súlan EA 300 strandar við innsiglinguna til Grindavíkur

Föstudagur 7. desember 2007

Í dag klukkan 09:55 barst Vaktstöð siglinga/ Stjórnstöð Landhelgisgæslunnar tilkynning um að Súlan EA 300 væri strand vestan við innsiglinguna til Grindavíkur. Björgunarskip Slysavarnafélagsins Landsbjargar Oddur V. Gíslason og björgunarbátarnir Villi, Árni í Tungu og Áskell voru tafarlaust sendir á staðinn. Varðskip var sent áleiðis semog þyrla Landhelgisgæslunnar. Fljótlega tókst að koma taug frá Oddi V. í Súluna og eru skipin nú á leið til Grindavíkurhafnar.

SRS 07.12..2007