Landhelgisgæslan semur við Sjóvá um tryggingar á loftförum LHG

  • Flug_trygg_Sjova_040120080001_1

Mánudagur 7. janúar 2008

Nýlega var undirritaður samningur á milli Sjóvá og Landhelgisgæslu Íslands um flugvátryggingar á loftförum Landhelgisgæslunnar. Tryggingarnar gilda frá og með 6. janúar s.l. Samningurinn er gerður í kjölfar útboðs Ríkiskaupa þar sem auglýst var eftir tilboðum í húf- og ábyrgðatryggingu fyrir þrjár þyrlur og flugvél, fyrir hönd Landhelgisgæslunnar. Tilboð Sjóvá reyndist hagstæðast.

Meginhlutverk flugdeildar Landhelgisgæslu Íslands er að sinna þeim verkefnum sem getið er um í lögum um Landhelgisgæslu Íslands. Í þeim felst meðal annars að sinna öllu almennu eftirliti á hafinu umhverfis landið, fiskveiðieftirliti, mengunareftirliti, ískönnun og rannsóknarvinnu. Ennfremur sinnir Landhelgisgæslan leit og björgun, sjúkraflugi af ýmsum toga, flugi með hjálparsveitir og sérsveit ríkislögreglustjóra sem og ýmsum sérverkefnum.

Flug_trygg_Sjova_040120080001_1

Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslu Íslands og
Þór Sigfússon, forstjóri Sjóvá við undirritun samningsins
(mynd: Sigríður Ragna Sverrisdóttir)

Nánari upplýsingar veita Sveinn Segatta í síma 440-2150 og Þórhallur Hákonarson í síma 545-2033.

07.01.2008 SRS