Nýtt varðskip.

Nýlega efndu Ríkiskaup f. h. Landhelgisgæslu Íslands til lokaðs útboðs í kjölfar forvals vegna smíði á nýju varðskipi fyrir LHG. Í forvalinu var auglýst eftir þátttakendum í lokað útboð og urðu eftirtaldir aðilar fyrir valinu;

Aker frá Noregi, Asmar frá Chile, Bergen frá Noregi,  Damen frá Hollandi,  Peene-Werft frá Þýskalandi og SIMEK frá Noregi.

 Helstu kröfur sem settar voru fram í útboðsgögnum varðandi skip og búnað:

Nauðsynlegt að nýtt varðskip fyrir LHG verði hannað og útbúið þannig að það hafi getu til að gegna ákveðnum verkefnum og hafi ákveðna eiginleika s.s.:

  •  Löggæsla
  • Fiskveiðieftirlit
  • Auðlindagæsla innan efnahagslögsögunnar
  • Leit og björgun
  • Sjúkraflutningar – fólksflutningar
  • Björgunar – dráttar og köfunarstörf

·          

    • Til að sinna og stjórna leitar- og björgunarstörfum á hafinu umhverfis Ísland við verstu aðstæður.
    • Flutningur á björgunarliði og búnaði.
  • Búnaður til að láta þyrlu á hangflugi (hover) hafa eldsneyti (HIFR búnaður)
  • Stjórnstöð í stærri björgunaraðgerðum

Um mat á tilboðum

Ákveðið hefur verið hvaða þættir munu ráða mestu við valið og eftirfarandi viðmið verið sett:

Verð mun ráða 35% ( Líftímakostnaður til 15 ára)

Tæknileg útfærsla, hönnun og hvernig kröfur eru uppfylltar ráða 50%

Framleiðandi; gæði vélbúnaðar og tækja ræður 15%

M/V TYR - Helstu stærðir

Nýtt varðskip  - Helstu stærðir

 Eigin þyngd .........................     342 Tonn

Lengd .................................       71,15 M

Breidd ..................................     10,00 M

Mesta djúprista ......................      5,80 M

Ganghraði á 90% krafti (MCR) 17.8 Hnútar

Togkraftur .............................   56 Tonn

 

 Eigin þyngd .......................... 1,000 Tonn

Lengd.................................. . 80 – 90 M

Breidd.................................. . 15 - 16 M

Mesta djúprista...................... .... 6.50 M

Ganghraði á 90% krafti (MCR)... . 18 Hnútar

Togkraftur .........................100  Tonn min.

Olíu- flutningstankar ..A.m.k. 500 - 1000 m3 

(Fyrir mengunarolíu – Upphitun).

 

Eftirfarandi tilboð bárust: 

SIMEK              33.100.000.- Evrur          Peene-Werft      36.800.000.- Evrur

Damen            30.600.000.- Evrur           Asmar                27.261.000.- Evrur og

                                                                      boð nr. 2            27.863.000.- Evrur

 

Nú þegar tilboð hafa verið opnuð tekur við vinna við að yfirfara þau og meta og er stefnt er að undirritun samnings um miðjan nóvember.