112 dagurinn

  • Tungnaá - útkall v. þýskrar ferðakonu í sjálfheldu 180807

Landhelgisgæslan hefur átt samstarf við Neyðarlínuna sem rekur 112 neyðarsvörunina í Skógarhlíð 14 um all nokkurt skeið. Þar má nefna þá staðreynd að stjórnstöð Landhelgisgæslunnar og Vaktstöð siglinga eru til húsa við hlið vaktstofu 112 en einnig er Vakstöð siglinga rekin í samstarfi Landhelgisgæslunnar, Neyðarlínunnar og Slysavarnafélagsins Landsbjargar í tengslum við þjónustusamning við Siglingastofnun Íslands.

Tungnaá - útkall v. þýskrar ferðakonu í sjálfheldu 180807

Ýmsar af aðgerðum Landhelgisgæslunnar hefjast eftir hringingar fólks í 112.  Þar má nefna flest af þeim sjúkraflugum sem þyrlur stofnunarinnar fara í á landi, t.d. vegna bílslysa og ógangna sem fólk lendir í á hálendinu.  Slík símtöl fara í flestum tilfellum í greiningu hjá starfsfólki 112 áður en þau eru gefin í síma stjórnstöðvar Landhelgisgæslunnar og Vaktstöðvar siglinga og ljóst þykir að aðstoðar Landhelgisgæslunnar er þörf, svo sem þyrla, skipa eða sprengjudeildar.   Í framhaldinu eru þessar einingar boðaðar út af varðstjórum Landhelgisgæslunnar.

Það kemur einnig fyrir að sjófarendur hringja 112 þegar þeir eru í símasambandi.  Slík símtöl eru afgreidd til varðstjóra í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar og Vaktstöðvar siglinga sem sjá síðan um upphafs greiningu, í flestum tilfellum í samráði við þyrlulækni á vakt og viðkomandi flugstjóra.  Ef um stærri aðgerðir er að ræða er einnig haft samband við framkvæmdastjóra aðgerðarsviðs Landhelgisgæslunnar.

Ýmsar aðgerðir á sjó sem Landhelgisgæslan er ábyrg fyrir þarfnast aðstoðar sjóbjörgunarsveita Slysavarnafélagsins Landsbjargar.  Í slíkum tilfellum leita varðstjórar Landhelgisgæslunnar til varðstjóra 112 sem sjá um að boða út björgunarfólk til að manna viðeigandi björgunarskip- og báta félagsins.  Einnig er björgunarfólk sem aðstoðar Landhelgisgæsluna á ýmsan annan hátt boðað með sama hætti.  Þar má nefna félaga sem sjá um flutning á eldsneytisbifreið Landhelgisgæslunnar, félaga sem sjá um að manna „útkíkkis“ stöður um borð í eftirlitsflugvélinni þegar hún er við leitarstörf og félaga úr undanfarahópum sem fluttir eru með þyrlum á slystaði á hálendinu og víðar.

Léttbátur Zodiac í brimi 14. júlí 2004Samstarf Landhelgisgæslunnar og 112 getur því talist víðtækt innan þess ramma sem því er markað.  Það hefur verið árangursríkt, fagmannlegt og umfram allt, til mikillar hagræðingar fyrir þá sem hafa þurft og þurfa á aðstoð að halda.