Sprengjueyðingaræfing

Háttsettir aðilar frá NATO ásamt öðrum þjóðum sem tóku virkan þátt í æfingunni ,Northern Challenge, á Íslandi hafa metið gildi æfingarinnar í ár  þar sem markmiðið voru aðgerðir gegn heimagerðum sprengjum, búnaði og aðferðum frá hryðjuverka aðilum.

Æfingin ,sem er skipulögð og haldinn árlega af Landhelgisgæslu Íslands, hefur mikið gildi og er jafnframt orðin verðmæt þjálfun fyrir þjóðirnar sem komið hafa ár hvert. Þá sérstaklega fyrir sprengjusveitir frá Skandinavíu sem eru mjög líklegar til að þurfa eiga við hryðjuverkasprengjur á eigin grund eða erlendri.

Allir þáttakendur eru sammála um að æfingin hafi verið mjög raunveruleg miðað við þann búnað og aðferðir sem beitt er í dag og jafnframt mjög vel skipulögð með því markmiði að hafa hámarks þjálfunargildi.

Margir af háttsettum yfirmönnunum sem komu þetta árið halda því fram að æfingin hafi verið mjög góð en þyrfti að vera stærri til þess að gera það mögulegt fyrir fleiri NATO og PfP ( Partners for Peace) þjóðir til að taka þátt. Til þess væri kjörið tækifæri í framtíðinni að nýta þær góðu aðstæður í herstöðinni við Keflavík til að hafa þjálfunarmiðstöð fyrir sprengjusveitir frá Norður-Evrópu þar sem bandaríski herinn er á förum. 

Sprengjusveit Landhelgigæslunar fékk stuðning frá áhöfn V/S Týr, V/S Ægir ,Þyrlusveit LHG, Lögreglunni í Keflavík og Sérsveit Ríkislögreglustjóra meðan á æfingunni stóð.





Adrian King

Sprengjusérfræðingur

Landhelgisgæslu Íslands.