Kjölur lagður að nýju varðskipi - smíði gengur vel

  • Skipasmidi_Asmar_april2008_skip

Þriðjudagur 8.apríl 2008

Vinna við smíði nýs fjölnota varðskips fyrir Landhelgisgæsluna gengur vel í ASMAR skipasmíðastöðinni í Talcahuano í Chile. Nýverið var kjölur lagður að skipinu við hátíðlega athöfn í skipasmíðastöðinni. Viðstaddir voru Björn Bjarnason dómsmálaráðherra, Georg Lárusson forstjóri Landhelgisgæslunnar ásamt starfsfólki. Fundað var vegna smíði skipsins þar sem farið var yfir gang og skipulag smíðarinnar.

Þess má geta að um þessar mundir eru 3 starfsmenn Landhelgisgæslunnar við störf sem tengjast skipasmíðinni í Chile. Að auki eru 2-3 starfsmenn Landhelgisgæslunnar í Chile á 6 vikna fresti, á framvindufundum.

Áætlað er að sjósetning verði í lok þess árs og að skipið verði afhent fyrir árslok 2009.

Skipasmidi_Asmar_april2008_skjoldur
Skjöldur á skipinu, til marks um kjöllagninguna (Mynd: Georg Lárusson)

Skipasmidi_Asmar_april2008_BjornBj_skip
Björn Bjarnason dómsmálaráðherra, í ræðustól í tilefni kjöllagningarinnar
(Mynd: Georg Lárusson)

Skipasmidi_Asmar_april2008_skip
Varðskip í mótun (Mynd: Georg Lárusson)

Skipasmidi_Asmar_april2008_skip2
Varðskipið er farið að taka á sig mynd (Mynd: Georg Lárusson)

Skipasmidi_Asmar_april2008_starfsfolk
Starfsfólk Landhelgisgæslunnar við skipið. 
Frá vinstri: Halldór Nellet framkvæmdastjóri aðgerðasviðs,
Ingvar J. Kristjánsson forstöðumaður skipatæknistjórn,
Kristian Holten Möller verkefnisstjóri við eftirlit á smíði varðskipsins,
Nedith Valenzuela ritari, Oli Kaurin málningar- og stáleftirlitsmaður,
Mogens Hald eftirlitsmaður LHG á staðnum og Georg Lárusson forstjóri.
(Mynd: Georg Lárusson)

Skipasmidi_Asmar_april2008_skipasmidastod
Skipasmíðastöð ASMAR í Talcahuano í Chile (Mynd: Georg Lárusson)

08.04.2008 SRS