Landhelgisgæslan í samstarfi við Ríkislögreglustjóraembættið um umferðareftirlit

  • Umferdareftirlit_LHG_Logr040808

Miðvikudagur 6.ágúst 2008

Nú um liðna verslunarmannahelgi, tók Landhelgisgæslan þátt í umferðareftirliti ásamt Ríkislögreglustjóraembættinu. Þyrlur Landhelgisgæslunnar flugu með lögreglumenn við og eftir helstu þjóðvegum landsins.  Eftirlitið, þótti gefast vel, góð yfirsýn fékkst yfir umferðina auk þess sem áhöfn vélarinnar var til taks, með lækni og lögreglumanni, þegar á þurfti að halda. 

Meðal verkefna voru viðbrögð við ólátum í Húsafelli á laugardag og viðbrögð við umferðarslysi í Mývatnssveit á mánudag, þar sem aðilar voru sammála um að þau skjótu viðbrögð sem unnt var að beita með notkun þyrlunnar hafi skipt sköpum.  Þessi mikla umferðarhelgi þótti, í heild, ganga slysalítið fyrir sig og þakka menn það einna helst mjög auknum forvörnum og eftirliti.

Umferdareftirlit_LHG_Logr040808
Lögreglumaður við hraðamælingar
Umferdareftirlit_2_LHG_Logr040808
Eftirliti sinnt um borð í TF-GNA

Myndir: Anna María Sigurjónsdóttir

06.06.2008 SRS