Gæslugolf 2006

Hið árlega golfmót Slegils, golfklúbbs starfsmannafélags LHG, var haldið 20. ágúst sl. á Haukadalsvelli, nýjum glæsilegum golfvelli skammt frá Geysi í Haukadal.

 

Þetta var fyrsta golfmót sem haldið hefur verið á vellinum. Á þriðja tug Gæslumanna og gesta tók þátt í mótinu. Einar Lyng Hjaltason, sem er með 3 í forgjöf, setti vallarmet með því að leika fyrri 9 holurnar á 38 höggum og seinn 9 á 45 höggum, eða 83 höggum samtals, en par vallarins er 74, 37 á hvorar 9 holur.

 

Keppt var í þremur flokkum. Úrslit voru sem hér segir:

 

Gæslumenn:

1. Guðmundur Emil Sigurðsson

2. Ragnar Ingólfsson

3. Sigurður Sverrisson

 

Kvennaflokkur:

1. Jenný Einarsdóttir

2. Kristín Gunnarsdóttir

3. Ragnhildur Magnúsdóttir

 

Gestflokkur:

1. Einar Lyng Hjaltason

2. Gunnar Hjartarson

3. Sigurður Emilsson

 

Nýliði ársins var Grétar Björgvinsson.

Ragnar Ingólfsson og Helgi Rafnsson sáu um skipulagningu og stóðu þeir sig með stakri prýði.

 

Níels Bjarki Finsen
Myndir: Benóný Ásgrímsson