Tekur tímabundið við stöðu flugrekstrarstjóra

Mánudagur 13. október 2008

Þann 1. október síðastliðinn tók Benóný Ásgrímsson við stöðu flugrekstrarstjóra Landhelgisgæslunnar af Geirþrúði Alfreðsdóttur. Benóný hefur síðustu misserin gegnt starfi staðgengils flugrekstrarstjóra og tekur nú við stöðu flugrekstrarstjóra tímabundið.

Benóný hóf störf sem messadrengur á varðskipum Landhelgisgæslunnar og var fastráðinn árið 1966. Hann fékk flugskýrteini árið 1977 og var fastráðinn flugmaður árið 1980. Benóný hefur áður sinnt starfi yfirflugstjóra og flugrekstrarstjóra en eins og fyrr segir gegnir hann nú þeirri stöðu tímabundið.

13.10.2008/HBS

Benony_mynd