Sprengjueyðingaræfing

Í lok sumars mun Landhelgisgæsla Íslands halda hina árlegu sprengjueyðingaræfingu “Northern Challenge”.  Æfingin mun fara fram á varnarstöð NATO í Keflavík og á öðrum svæðum innan 80 km við hervöllinn. 

Æfingin var fyrst haldin árið 2002. Umfang hennar hefur aukist að jafnt og þétt og nú verða 80 sprengjueyðingarsérfræðinga frá 8 þjóðlöndum sem taka þátt.  Sprengjudeild Landhelgisgæslunnar undirbýr og stjórnar æfingunni með stuðningi annarra deilda Landhelgisgæslunnar, varnarmálaskrifstofu utanríkisráðuneytisins, Bandaríkjahers, svo og lögreglu og flugvallarstarfsmanna í Keflavík.