LHG sigrar danska varðskipsmenn í fótboltaleik

  • Tyr_Aegir_Triton

Miðvikudagur 12. nóvember 2008

Starfsmenn Landhelgisgæslunnar unnu kollega sína á danska varðskipinu Triton; 11-6 í vináttulandsleik í fótbolta sem fór fram á Þróttarvellinum í Laugardal í dag. Góður andi var á vellinum og starfsmenn LHG mjög sátt við frammistöðuna.

Eru landsleikir LHG og danskra varðskipsmanna reglulegur viðburður en síðasti leikur var fyrr í haust við áhöfn danska varðskipsins Vædderen.

Danska varðskipið Triton er við bryggju í Reykjavík þessa dagana. Áhöfn skipsins er við björgunar- og köfunaræfingar ásamt starfsmönnum LHG meðan á dvöl þeirra stendur.   

12.11.2008/HBS

Myndin uppi í hægra horni sýnir íslensku varðskipin Tý og Ægi við bryggju ásamt Triton.

Myndirnar tók Hrafnhildur Brynja, upplýsingafulltrúi

Fotb_7
Hreggviður markmaður hoppar og nær boltanum

Fotb_4
Halldór Nellett tekur boltann af andstæðingnum

Fotb_6

Boltanum sparkað frá íslenska markinu