Áhafnir æfa slökkvistörf

  • Slokkva_elda

Fimmtudagur 13. nóvember 2008.

Áhafnir varðskipa Landhelgisgæslunnar og stýrimenn af flugvelli æfa þessa dagana slökkvistörf með Slökkviliðsmönnum á Keflavíkurflugvelli. Meðal annars fór æfingin fram á svæði sem kallast Pytturinn á Miðnesheiði.

Mikið eldhaf var á svæðinu og sást reykurinn víða að. Slökkviliðsmenn voru mjög ánægðir með frammistöðu Gæslumanna og sögðu þau greinilega kunna vel til verka.

Myndatökumaður Víkurfrétta í Keflavík var á æfingunni og tók saman myndband sem sýnir hópinn berjast við eldhafið. Sjá hér; http://vf.is/veftv/637/default.aspx

13.11.2008/HBS

Myndirnar tók Einar Örn.

Vaskur_hopur


Slokkva_elda_BIKF2